Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 11:30 Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman á EM 2010 í Austurríki þar sem íslenska landsliðið vann brons. EPA/GEORG HOCHMUTH Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni Handbolti Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk kveðjur frá góðum mönnum í Seinni bylgjunni þegar hann fór yfir handboltaferil sinn. Þar á meðal var maður sem vann hann verðlaun með bæði í félagsliði og landsliði. Arnór Atlason spilaði bæði með Guðjón Val hjá KA og hjá danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn auk þess sem þeir voru lengi saman í íslenska handboltalandsliðinu. Arnór sendi Guðjóni Val skemmtilega kveðju í Seinni bylgjunni. „Nú ertu loksins hættur þessu og ég get loksins hætt að svara spurningunni: Hvað er hann ekki miklu eldri en þú? Af hverju er hann ennþá að spila en þú löngu hættur? Ég hef bara svarað að hann er einstakur og það er enginn eins og Guðjón Valur. Handboltaheimurinn á sennilega aldrei eftir að fá að sjá annan eins íþróttamann,“ sagði Arnór í byrjun kveðjunnar. Allir yngri leikmenn hafa fengið góð ráð „Það sem stendur upp úr er þessi ótrúlegi dugnaður sem liggur að baki þessu. Ég veit alveg hvað þetta hefur kostað þig og hvað þú ert búinn að gefa ótrúlega mikið af þér í gegnum allan ferilinn. Allir yngri leikmenn sem hafa komið inn í landsliðið hafa fengið góð ráð frá þér, margir hafa líka fengið að heyra það en þeir hafa bara átt það skilið,“ sagði Arnór. „Það er frábært að hafa fengið að spila með þér í öll þessi ár í landsliðinu og líka í KA og í Kaupmannahöfn,“ sagði Arnór og hann nefndi sérstaklega einn af síðustu leikjunum sem Guðjón Valur spilaði í íslensku deildinni. Frammistaða sem verður aldrei toppuð á Íslandi „Það sem stendur kannski upp úr er þessi ótrúlegi leikur í KA-heimilinu 2001. Það er búið að sýna markið þitt úr aukakastinu þúsund sinnum en þessi frammistaða leikmanns í einum og sama leiknum verður sennilega aldrei toppuð á Íslandi. Það var eftirminnilegt og eitthvað sem maður á aldrei eftir að gleyma,“ sagði Arnór. „Vá,“ var það fyrsta sem Guðjón Valur sagði í settinu eftir að hafa horft og hlustað á Arnór. „Þetta var yndisleg kveðja og komandi frá honum. Við erum búnir að þekkjast svo lengi,“ sagði Guðjón Valur sem var greinilega meyr eftir að hafa hlustað á vin sinn. „Hann er að tala um dugnað og elju en þetta er maður sem var alltaf að glíma við eitthvað en lagaðist alltaf í álagi. Hann var alltaf betri þegar hann var kominn á stórmót og leið betur í skrokknum þegar álagið var meira,“ sagði Guðjón Valur. Algjör klettur „Það er gaman að segja frá því að þegar hann er að fara að byrja að spila með okkur fyrir norðan og kemst í hóp hjá KA þá er konan hans heima að passa dóttur okkar þegar Þóra var á leiknum hjá okkar,“ sagði Guðjón Valur hlæjandi. „Hann tók við okkur þegar við komum til Kaupmannahafnar og hjálpaði okkur mikið þar. Þessi maður er algjör klettur og það var yndislegt að spila með honum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá alla kveðju Arnórs og viðbrögð Guðjóns Vals hér fyrir neðan. Klippa: Kveðja til Guðjóns Vals frá Arnóri Atla: Get loksins hætt að svara spurningunni
Handbolti Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira