Fötluðum dreng vísað úr skammtímavistun og neitað um skólavist Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 18:30 Byggðasamlag Vestfjarða braut með margvíslegum hætti á réttindum fatlaðs drengs þegar Ísafjarðarbær vísaði honum úr skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Menntaskólinn á Ísafirði meinaði honum um skólavist tveimur dögum áður en hann átti að byrja. Foreldrar hans segjast ekki fá neinar haldbærar skýringar á málunum. Eyþór Ingi er sextán ára drengur með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm sem birtist aðallega í mikilli flogaveiki og krömpum sem hafa áhrif á allt líffærakerfið hjá honum. Vegna fötlunar sinnar þarf Eyþór á sólahring umönnun að halda og hafði verið í skammtímavistun hjá Félagsþjónustunni í Ísafjarðarbæ í þrettán ár þegar foreldrum hans Kristrúnu Hermannsdóttur og Fal Þorkelssyni var tilkynnt með fimm daga fyrirvara í júníbyrjun síðasta sumar að þjónustunni væri sagt upp. „Þar er okkur kynnt á fundi að það honum sé sagt upp skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Þegar hann átti að mæta þar 5 dögum seinna mátti hann ekki vera þar. Hugmyndin var að hann yrði lagður inn tímabundið á sjúkrahús í hvíldarinnlögn og svo á Eyru sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Við höfðum fimm daga og það var alveg sama hvað við mótmæltum það var ekki hlustað en fram að þessu hafði alltaf verið unnið í samráði við okkur. Þarna var búið að stroka allt útaf borðinu. Okkur var tjáð að ef við tækjum ekki þessa leið sem þau buðu uppá þ.e. á sjúkrahús og hjúkrunarheimili þá hefðum við ekki lengur aðgang að starfsfólkinu sem starfaði í skammtímavistun. Til að láta ekki þvinga okkur inní þessi úrræði þá tókum við hann heim. Og höfum verið með hann alfarið heima síðan,“ segir Kristrún Hermannsdóttir móðir Eyþórs Inga. Ákvörðunin gegn Eyþóri var úrskurðuð ólögmæt. Ákvörðun Byggðasamlagsins í slíku ósamræmi við lög að ekki var hægt annað en ógilda hana Þau segja þetta hafi verið mikið áfall og ákváðu í framhaldinu að kæra ákvörðunina til Úrskurðarnefndar Velferðarmála. Í úrskurðarorðum nefndarinnar frá því í desember kemur fram að ákvörðun Byggðasamlags Vestfjarða hafi verið í slíku ósamræmi við lög að ekki verði hjá því komist að ógilda hana. Ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs við foreldra kæranda, rannsókn ekki fullnægjandi og andmælaréttar hafi ekki verð gætt. „Þessi ákvörðun var tekin á fundi sem við vissum ekki af. Við höfðum því ekki þann andmælarétt sem við höfum samkvæmt lögum. Það eru notaðar þvinganir til að þvinga okkur inní þau úrræði sem þau vildu að Eyþór færi inní og án samráðs við okkur. Rannsóknarskyldan var ekki virt því þessar ákvarðanir voru ekki studdar nægjanlegum gögnum. Hann á rétt á búsetu þar sem hann kýs að búa með þá þjónustu sem hann þarf. Það er í raun og veru félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar sem að upphaflega fer af stað með málið. Þau eru með samning við Byggðasamlag Vestfjarðar um að veita þjónustuna, sjálfsagt hefur Byggðasamlaginu ekki gefinn annar kostur en að segja upp þjónustusamningum þar sem Ísafjarðarbær vildi ekki lengur uppfylla hann,“ segir Falur Þorkelsson faðir Eyþórs Inga. Þau segjast ekki hafa fengið nein formleg viðbrögð frá Ísafjarðarbæ eða Byggðasamlagi Vestfjarðar við úrskurðinum. „Einu viðbrögðin sem við höfum fengið er að taka restina af dótinu hans Eyþórs Inga út úr skammtímavistuninni á Ísafirði því það ætti að nota hana í annað,“ segir Falur. Kristrún og Falur hafa áður verið með mikið fatlaðan son en árið 1990 fæddist þeim sonur sem var með sömu fötlun og Eyþór Ingi er með en hann lést árið 1998. Þau segja bæði afar mikilvægt að Eyþór Ingi njóti sem bestra lífsgæða og eru afar vonsvikin með framkomu Félagsþjónustu Ísafjarðabæjar. En frekari vonbrigði voru á næsta leiti. Foreldrar Eyþórs segja að kerfið hafi valdið miklum vonbrigðum. Segir skólameistarann hafa leikið tveimur skjöldum Eyþór Ingi lauk grunnskóla síðasta vor og sótti um í febrúar í Menntaskólann á Ísafirði. Tveimur dögum fyrir nýnemakynningu barst bréf frá menntaskólanum um að Eyþóri væri hafnað vegna heildarhagsmuna skólans samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga Menntamálaráðuneytisins að sögn Fals. Foreldrar kærðu ákvörðunina til Menntamálaráðuneytisins í ágúst á síðasta ári en hafa enn ekki fengið nein svör. „Við vorum búin að eiga þrjá fundi með skólameistara Menntaskólans á Ísafirði og þar var okkur tjáð að Eyþór ætti rétt á þessu. Það var byrjað að undirbúa skólavistina í samráði við okkur. Við vissum því ekki betur en að þetta væri að fara í gegn enda sögðu þau við okkur að þeim bæri að taka við þessum nemanda. Við komumst síðar að því að á sama tíma og skólameistarinn var að undirbúa málið að eigin sögn var hann að reyna að komast hjá því að taka við Eyþóri Inga gegnum sérfræðinga hjá Menntamálaráðuneytinu,“ segir Falur. „Þetta þýddi það að við þurftum að hugsa allt uppá nýtt aftur. Hver verður framtíð þessa barns hvernig verður lífið hans, hvar á hann að vera annars staðar hérna heima með fullorðnum foreldrum?“ spyr móðir hans. Þau Falur og Kristrún hrósa bæjarstjóranum í Bolungarvík fyrir góð viðbrögð í máli Eyþórs Inga en hann hafi aðstoðað þau mikið og þá sé verið að koma upp húsnæði í sveitarfélaginu fyrir Eyþór Inga. Lítið um svör frá Byggðasamlaginu og Menntamálaráðuneytinu Byggðasamlag Vestfjarðar vildi ekki tjá sig um einstaka mál þegar eftir því var leitað í dag. Menntamálaráðuneytið gaf þær skýringar að svör hafi tafist vegna málafjölda það svari fyrir 5. mars . Leitað hafi verið svara hjá málsaðilum. Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Byggðasamlag Vestfjarða braut með margvíslegum hætti á réttindum fatlaðs drengs þegar Ísafjarðarbær vísaði honum úr skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Menntaskólinn á Ísafirði meinaði honum um skólavist tveimur dögum áður en hann átti að byrja. Foreldrar hans segjast ekki fá neinar haldbærar skýringar á málunum. Eyþór Ingi er sextán ára drengur með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm sem birtist aðallega í mikilli flogaveiki og krömpum sem hafa áhrif á allt líffærakerfið hjá honum. Vegna fötlunar sinnar þarf Eyþór á sólahring umönnun að halda og hafði verið í skammtímavistun hjá Félagsþjónustunni í Ísafjarðarbæ í þrettán ár þegar foreldrum hans Kristrúnu Hermannsdóttur og Fal Þorkelssyni var tilkynnt með fimm daga fyrirvara í júníbyrjun síðasta sumar að þjónustunni væri sagt upp. „Þar er okkur kynnt á fundi að það honum sé sagt upp skammtímavistun með fimm daga fyrirvara. Þegar hann átti að mæta þar 5 dögum seinna mátti hann ekki vera þar. Hugmyndin var að hann yrði lagður inn tímabundið á sjúkrahús í hvíldarinnlögn og svo á Eyru sem er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Við höfðum fimm daga og það var alveg sama hvað við mótmæltum það var ekki hlustað en fram að þessu hafði alltaf verið unnið í samráði við okkur. Þarna var búið að stroka allt útaf borðinu. Okkur var tjáð að ef við tækjum ekki þessa leið sem þau buðu uppá þ.e. á sjúkrahús og hjúkrunarheimili þá hefðum við ekki lengur aðgang að starfsfólkinu sem starfaði í skammtímavistun. Til að láta ekki þvinga okkur inní þessi úrræði þá tókum við hann heim. Og höfum verið með hann alfarið heima síðan,“ segir Kristrún Hermannsdóttir móðir Eyþórs Inga. Ákvörðunin gegn Eyþóri var úrskurðuð ólögmæt. Ákvörðun Byggðasamlagsins í slíku ósamræmi við lög að ekki var hægt annað en ógilda hana Þau segja þetta hafi verið mikið áfall og ákváðu í framhaldinu að kæra ákvörðunina til Úrskurðarnefndar Velferðarmála. Í úrskurðarorðum nefndarinnar frá því í desember kemur fram að ákvörðun Byggðasamlags Vestfjarða hafi verið í slíku ósamræmi við lög að ekki verði hjá því komist að ógilda hana. Ákvörðunin hafi verið tekin án samráðs við foreldra kæranda, rannsókn ekki fullnægjandi og andmælaréttar hafi ekki verð gætt. „Þessi ákvörðun var tekin á fundi sem við vissum ekki af. Við höfðum því ekki þann andmælarétt sem við höfum samkvæmt lögum. Það eru notaðar þvinganir til að þvinga okkur inní þau úrræði sem þau vildu að Eyþór færi inní og án samráðs við okkur. Rannsóknarskyldan var ekki virt því þessar ákvarðanir voru ekki studdar nægjanlegum gögnum. Hann á rétt á búsetu þar sem hann kýs að búa með þá þjónustu sem hann þarf. Það er í raun og veru félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar sem að upphaflega fer af stað með málið. Þau eru með samning við Byggðasamlag Vestfjarðar um að veita þjónustuna, sjálfsagt hefur Byggðasamlaginu ekki gefinn annar kostur en að segja upp þjónustusamningum þar sem Ísafjarðarbær vildi ekki lengur uppfylla hann,“ segir Falur Þorkelsson faðir Eyþórs Inga. Þau segjast ekki hafa fengið nein formleg viðbrögð frá Ísafjarðarbæ eða Byggðasamlagi Vestfjarðar við úrskurðinum. „Einu viðbrögðin sem við höfum fengið er að taka restina af dótinu hans Eyþórs Inga út úr skammtímavistuninni á Ísafirði því það ætti að nota hana í annað,“ segir Falur. Kristrún og Falur hafa áður verið með mikið fatlaðan son en árið 1990 fæddist þeim sonur sem var með sömu fötlun og Eyþór Ingi er með en hann lést árið 1998. Þau segja bæði afar mikilvægt að Eyþór Ingi njóti sem bestra lífsgæða og eru afar vonsvikin með framkomu Félagsþjónustu Ísafjarðabæjar. En frekari vonbrigði voru á næsta leiti. Foreldrar Eyþórs segja að kerfið hafi valdið miklum vonbrigðum. Segir skólameistarann hafa leikið tveimur skjöldum Eyþór Ingi lauk grunnskóla síðasta vor og sótti um í febrúar í Menntaskólann á Ísafirði. Tveimur dögum fyrir nýnemakynningu barst bréf frá menntaskólanum um að Eyþóri væri hafnað vegna heildarhagsmuna skólans samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga Menntamálaráðuneytisins að sögn Fals. Foreldrar kærðu ákvörðunina til Menntamálaráðuneytisins í ágúst á síðasta ári en hafa enn ekki fengið nein svör. „Við vorum búin að eiga þrjá fundi með skólameistara Menntaskólans á Ísafirði og þar var okkur tjáð að Eyþór ætti rétt á þessu. Það var byrjað að undirbúa skólavistina í samráði við okkur. Við vissum því ekki betur en að þetta væri að fara í gegn enda sögðu þau við okkur að þeim bæri að taka við þessum nemanda. Við komumst síðar að því að á sama tíma og skólameistarinn var að undirbúa málið að eigin sögn var hann að reyna að komast hjá því að taka við Eyþóri Inga gegnum sérfræðinga hjá Menntamálaráðuneytinu,“ segir Falur. „Þetta þýddi það að við þurftum að hugsa allt uppá nýtt aftur. Hver verður framtíð þessa barns hvernig verður lífið hans, hvar á hann að vera annars staðar hérna heima með fullorðnum foreldrum?“ spyr móðir hans. Þau Falur og Kristrún hrósa bæjarstjóranum í Bolungarvík fyrir góð viðbrögð í máli Eyþórs Inga en hann hafi aðstoðað þau mikið og þá sé verið að koma upp húsnæði í sveitarfélaginu fyrir Eyþór Inga. Lítið um svör frá Byggðasamlaginu og Menntamálaráðuneytinu Byggðasamlag Vestfjarðar vildi ekki tjá sig um einstaka mál þegar eftir því var leitað í dag. Menntamálaráðuneytið gaf þær skýringar að svör hafi tafist vegna málafjölda það svari fyrir 5. mars . Leitað hafi verið svara hjá málsaðilum.
Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira