Ekki er víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu 26. mars næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þar var fjallað um undirbúning leiksins við Rúmeníu.
Bæði lið eiga rétt á einni æfingu á Laugardalsvelli fyrir leikinn. Möguleiki er að þær æfingar verði færðar af Laugardalsvellinum ef talið er að þær ógni ástandi vallarins.
Liðin munu þá annað hvort æfa í Egilshöll eða á gervigrasi utanhúss.
Rúmenar koma til Íslands 24. mars, tveimur dögum fyrir leik.
Daginn fyrir leik verður svo VAR-æfing á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem VAR verður notað í leik á Íslandi.
Ekki víst hvort æft verði á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmeníu
Tengdar fréttir
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu
Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu.