Innlent

Baðst afsökunar á gallabuxunum

Heimir Már Pétursson skrifar
Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt.
Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. Mynd/Valli
Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt.

„Virðulegi forseti, ég þakka kærlega fyrir að þú skulir gefa mér leyfi til að stíga hér í ræðustól, þrátt fyrir að ég klæðist buxum sem gætu talist gallabuxur. Ég mun að sjálfsögðu hlíta þeim góðlátlega tilmælum sem til mín hafa verið beint, að fara heim og skipta um og mun ég gera það strax að þessari ræðu lokinni. Enda er mér ekkert eins hugleikið og virðing hins háa Alþingis,“ sagði Elín.

Elín ræddi stöðu skólakerfisins í ljósi nýlegrar skýrslu OECD þar sem fram kemur að Íslendingar útskrifast seinna bæði úr grunn- og framhaldsskólum en nemendur annarra OECD ríkja og Íslendingar einir eyddu meira fé á hvern grunnskólanema en hvern háskólanema. Elín sagði nauðsynlegt að efla íslenska skólakerfið.

„Og að mínum dómi er allt undir; grunnskólar, framhaldsskólar og öll önnur menntun - ekki bara í dæmigerðum háskólagreinum. Heldur tel ég æðri menntun ekki síður vera í iðnskólum, sjómannaskólum, fiskvinnsluskólum og svo framvegis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×