Leikararnir í Sápunni ruddu sér leið inn í hljóðver FM957 Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 14:31 Nokkuð spaugilegt atvik. Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni. Grín og gaman Sápan Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hefja göngu sína á föstudagskvöldið og hefur leikarahópurinn verið í tökum síðustu daga í myndveri við Suðurlandsbraut 10. Leikarar eru meðvitaðir um að þeir séu að leika í sápuþætti þar sem allt er leyfilegt. Í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Aron Már Ólafsson og Arnar Jónsson. Katla og Jóhannes Haukur leika par sem aldrei giftu sig en hafa verið saman í 15 ár. Eftir mikla einangrun í kórónuveiru ástandinu hefur Katla gert upp hug sinn. Hún vill skilnað. Þau búa í meðalstórri íbúð á höfuðborgarsvæðinu á góðum stað. Jóhannes leikur mann sem starfar sem endurskoðandi en hefði viljað vinna við eitthvað nær náttúrunni en hafði aldrei kjarkinn til að elta draumana. Katla leikur aftur á móti konu sem starfar sem hárgreiðslukona og hefur ekki getað sinnt vinnunni síðan Covid-19 ástandið skall á, en hefur komið fyrir stól inni í íbúð þar sem hún fær til sín kúnna í tíma og ótíma sem fer ekki vel í eiginmanninn. Aron Már leikur karakter sem er nýfluttur í blokkina. Myndarlegur, hress og skemmtilegur strákur sem elskar að ferðast og hefur augastað á Kötlu. Karakter Jóhannesar eignast skyndilega fullt af peningum eftir að hann vinnur í lottóinu. Katla fer strax í það að sannfæra hann um að núna sé kominn tími til að gifta sig, bara svo hún geti drepið hann með aðstoð Arons og þau flutt saman til Balí. Í morgun tóku leikararnir og leikstjórar upp á því að riðja sér leið inn í hljóðver FM957 og taka yfir útsendinguna. Atvikið náðist á myndband sem sjá má hér að neðan en þar má sjá leikstjórana Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson og leikarana Aron Má Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson taka yfir. View this post on Instagram A post shared by FM957 (@fm957) on May 6, 2020 at 5:24am PDT Hér að neðan má hlusta á innslag leikarahópsins í Brennslunni.
Grín og gaman Sápan Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira