Að skapa tækifæri – um land allt Selma Sigurjónsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:00 Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun