Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04
4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20