Fúll á móti fer á kostum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júlí 2013 14:00 Maður sem heitir Ove Bækur: Maður sem heitir Ove, Fredrik Backman. Jón Daníelsson þýddi. Veröld Sænskar krúttsprengjubækur um gamalt fólk hellast yfir eftir geysivinsældir Gamlingjans sem skreið út um gluggann í fyrra. Maður sem heitir Ove er angi af þeim meiði og einn sá blómlegasti. Hér segir af önuglynda karlinum Ove sem talar helst ekki, en ef hann neyðist til þess er það helst til að hella skætingi yfir viðmælandann. Hann hefur nýverið misst konuna sína og langar til þess eins að deyja en uppáþrengjandi nágrannafjölskylda kemur ítrekað í veg fyrir að honum takist að binda enda á líf sitt, honum til mikillar gremju. Sagan þróast, nokkuð fyrirsjáanlega, á þá lund að þessi samskipti við nágrannafjölskylduna og fleiri hjálparþurfi einstaklinga verða til þess að Ove tekur aftur gleði sína og reynist hafa gullhjarta undir hrjúfu yfirborðinu – en ekki hvað? Bókin hefur slegið hressilega í gegn og og höfundurinn þakkar það því að fólk kannist við ýmislegt í fari Ove og tengi við hann, þrátt fyrir allt önuglyndið, eða kannski einmitt vegna þess. Persóna Ove er líka einstaklega vel dregin og þótt ógeðfelldur sé að flestu leyti finnur hann sér stað í hjarta lesandans og sest þar að. Reyndar þykir lesanda á sextugsaldri nokkuð furðulegt að maðurinn eigi ekki að vera nema 59 ára, svo forn er hann í hugsun og skapi að líklegra hefði verið að hann væri 79 ára, en kannski eru sextugir menn í Svíaríki svona aldraðir, hvað veit ég? Sagan er feykiskemmtileg aflestrar og sú blanda af neyðarlegum uppákomum, einlægum lýsingum á sorg og einmanaleika og innsýn í lífið í raðhúsahverfi í útjaðri Stokkhólms sem hér er boðið upp á svínvirkar. Auk þess er bókin lipurlega skrifuð og persónurnar hver annarri raunverulegri. Það er ekki bara Ove sem lesandi þykist þekkja úr nærumhverfi sínu, hér eru fulltrúar flestra þjóðfélagshópa og baráttan við möppudýrin í hvítu skyrtunum sem ráða örlögum fólks í krafti skriffinnskunnar er eitthvað sem við getum væntanlega öll tengt við. Það ætti að minnsta kosti engum að leiðast við að fylgjast með Ove og félögum hans. Þýðing Jóns Daníelssonar er prýðilega af hendi leyst og rennur vel. Vottar ekki fyrir þeim hálfsænska talsmáta sem oftar en ekki einkennir þýðingar úr því ágæta tungumáli. Niðurstaða: Skemmtileg og hjartnæm saga af önuglynda karlinum í næsta húsi og átökum hans við nágrannana sem flestir ættu að kannast við. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Maður sem heitir Ove, Fredrik Backman. Jón Daníelsson þýddi. Veröld Sænskar krúttsprengjubækur um gamalt fólk hellast yfir eftir geysivinsældir Gamlingjans sem skreið út um gluggann í fyrra. Maður sem heitir Ove er angi af þeim meiði og einn sá blómlegasti. Hér segir af önuglynda karlinum Ove sem talar helst ekki, en ef hann neyðist til þess er það helst til að hella skætingi yfir viðmælandann. Hann hefur nýverið misst konuna sína og langar til þess eins að deyja en uppáþrengjandi nágrannafjölskylda kemur ítrekað í veg fyrir að honum takist að binda enda á líf sitt, honum til mikillar gremju. Sagan þróast, nokkuð fyrirsjáanlega, á þá lund að þessi samskipti við nágrannafjölskylduna og fleiri hjálparþurfi einstaklinga verða til þess að Ove tekur aftur gleði sína og reynist hafa gullhjarta undir hrjúfu yfirborðinu – en ekki hvað? Bókin hefur slegið hressilega í gegn og og höfundurinn þakkar það því að fólk kannist við ýmislegt í fari Ove og tengi við hann, þrátt fyrir allt önuglyndið, eða kannski einmitt vegna þess. Persóna Ove er líka einstaklega vel dregin og þótt ógeðfelldur sé að flestu leyti finnur hann sér stað í hjarta lesandans og sest þar að. Reyndar þykir lesanda á sextugsaldri nokkuð furðulegt að maðurinn eigi ekki að vera nema 59 ára, svo forn er hann í hugsun og skapi að líklegra hefði verið að hann væri 79 ára, en kannski eru sextugir menn í Svíaríki svona aldraðir, hvað veit ég? Sagan er feykiskemmtileg aflestrar og sú blanda af neyðarlegum uppákomum, einlægum lýsingum á sorg og einmanaleika og innsýn í lífið í raðhúsahverfi í útjaðri Stokkhólms sem hér er boðið upp á svínvirkar. Auk þess er bókin lipurlega skrifuð og persónurnar hver annarri raunverulegri. Það er ekki bara Ove sem lesandi þykist þekkja úr nærumhverfi sínu, hér eru fulltrúar flestra þjóðfélagshópa og baráttan við möppudýrin í hvítu skyrtunum sem ráða örlögum fólks í krafti skriffinnskunnar er eitthvað sem við getum væntanlega öll tengt við. Það ætti að minnsta kosti engum að leiðast við að fylgjast með Ove og félögum hans. Þýðing Jóns Daníelssonar er prýðilega af hendi leyst og rennur vel. Vottar ekki fyrir þeim hálfsænska talsmáta sem oftar en ekki einkennir þýðingar úr því ágæta tungumáli. Niðurstaða: Skemmtileg og hjartnæm saga af önuglynda karlinum í næsta húsi og átökum hans við nágrannana sem flestir ættu að kannast við.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira