Fótbolti

Þjóðverjar hefja aftur leik í þessum mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru í 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg eru í 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst aftur í þessum mánuði eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gefið deildinni grænt ljós á að hefja keppni á nýjan leik.

Enn er ekki ljóst hvenær þýska úrvalsdeildin hefst aftur en það verður ákveðið á fundi forráðamanna deildarinnar á morgun. Það verður í fyrsta lagi í næstu viku.

Engir áhorfendur verða þó á leikjum í þýsku úrvalsdeildinni fyrst um sinn.

Alfreð Finnbogason (Augsburg) og Samúel Kári Friðjónsson (Paderborn) eru fulltrúar Íslands í þýsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg) og Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen) leika í þýsku kvennadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×