Lífið

Gleði og góðviðri á Glastonbury

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Breska tónlistarhátíðin Glastonbury fór fram um nýliðna helgi. Það voru um 135.000 gestir samankomnir á hátíðinni en hún er þekkt fyrir að laða til sín aragrúa af fínu og frægu fólki.

Rokkhundarnir í The Rolling Stones voru aðalnúmer hátíðarinnar, en Mumford & Sons, Arctic Monkeys, Nick Cave & the Bad Seeds og Vampire Weekend voru einnig á meðal flytjenda.

Hin unga fyrirsæta Suki Waterhouse stillti sér upp fyrir ljósmyndara. Suki var ein í för en hún hefur verið að slá sér upp með leikaranum Bradley Cooper undanfarið.

Florence Welch, söngkona hljómsveitarinnar Florence and the Machine, naut sín á Glastonbury-hátíðinni.

Mick Jagger fór hamförum á sviðinu á laugardagskvöldinu en The Rolling Stones voru aðalnúmer hátíðarinnar.

Ofurfyrirsætan Kate Moss og Stella McCartney fatahönnuður eru alltaf með puttann á púlsinum í tískunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.