Lífið

Aprílspá Siggu Kling – Fiskur: Ekki eyða púðri í litlu hlutina

Elsku fallegi, góði blíði og stórkostlegi Fiskurinn minn. Þú tekur þátt í lífinu af svo miklum krafti og eldmóði að stundum getur þú sprengt þig.

Það er bara eðlilegt. Þetta er eins og þegar maður heldur brjálað partí og daginn eftir þarf maður að taka til. Þér getur fundist þú vera pínu leiður yfir því en það er ekki meira en það. Kannski ertu bara þreyttur eftir allt partístandið – en þú jafnar þig fljótt.

Þú ert að gera alla hluti alveg hárrétt. Ekki vera að hugsa um hvað þú þarft að gera fyrir alla í kringum þig, því þá eyðir þú kraftinum þínum hægri og vinstri.

Um leið og þú ákveður hvaða leið þú ætlar að fara, því það að taka ákvörðunina skiptir öllu máli, þá byrja hlutirnir að rúlla.

Þú ert svo frelsis- og friðelskandi að það er alveg dásamlegt. Stundum leggur þú þig of mikið í líma við að vera sammála öllum og það er þreytandi fyrir orkuna og dregur úr henni.

Þú þarft að nota sterk orð og hugsanir eins og: Mér er skítsama um hvað aðrir eru að pæla!

Hættu þessari stjórnsemi. Lífið á bara eftir að leika við þig um leið og þú sleppir. Fólk vill líkjast þér og það öfundar þig af því að þú berð þig svo vel samt er hugurinn þinn alltaf að flækjast svolítið fyrir þér.

Þú gerir of mikið vesen úr litlum hlutum sem hafa aldrei orðið þér að falli og þeir eru ekki að fara að verða þér að falli á næstunni.

Í þessum tíma sem þú ert í núna byggjast upp nýjar hugmyndir sem þú færð fítonskraft til að framkvæma og hjartað mun senda þér svörin sem þú óskar eftir.

Í kringum þig er hópur fólks sem elskar þig og hvetur þig til dáða. Hlustaðu betur á þeirra rödd á næstunni því það eru að hellast yfir þig skemmtileg skilaboð sem alheimurinn er að senda þér í gegnum fólkið í kringum þig.

Þú ert svo hvetjandi og spennandi týpa, svo þú skalt sjálfur fara að hvetja þig áfram, “I can do it!” er mottó mánaðarins og þú munt svo sannarlega sjá hvað lífið er stórmerkilegt.

Og mig langar svo að senda þér þessi skilaboð fyrir næsta mánuð, en ég kann ekki beint að þýða þau á íslensku, og skilaboðin eru: “The sky is the limit.”

Njóttu lífsins, og elskaðu sjálfan þig!

Lífið er gott,

Þín Sigga Kling

Frægir fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling.


Tengdar fréttir

Aprílspá Siggu Kling – Ljón: Ert eins heitt og sólin!

Elsku dásamlega Ljónið mitt. Þú hefur svo líflegt og skemmtilegt ímyndunarafl. Og drífandi áhrif á aðra og svo skemmtilegan frásagnarhátt að þú getur fengið hvern sem er til þess að trúa því sem þú segir. Ef þessir eiginleikar flokkast ekki sem kostir þá eru kostir ekki til!

Aprílspá Siggu Kling – Hrútur: Ferð á fljúgandi fart!

Elsku Hrúturinn minn. Það er búinn að vera töluverður titringur í kringum þig. Þessi titringur myndar spennu og fyllir þig af ákefð yfir lífinu. Á móti kemur stress sem þú þarft að nýta þér sem orkulind.

Aprílspá Siggu Kling – Steingeit: Hlæðu í gegnum næsta mánuð

Elsku Steingeitin mín. Það er alveg magnað hvað lífið getur raðað hlutunum hárrétt upp fyrir þig. Þú stressast og stressast, svitnar og svitnar en svo allt í einu sérðu bara “nei, mikið rosalega er þetta spennandi,” og það er akkúrat sú tíð sem þú þarft núna, elsku Steingeitin mín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.