Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 32-31 | Haukar enduðu tímabilið á sigri Kristinn Páll Teitsson í Schenker-höllinni skrifar 29. mars 2016 22:45 Haukar tóku á móti deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir nauman 32-31 sigur á Val í DB-Schenker höllinni í kvöld en þetta Haukarnir unnu alla leiki liðanna á þessu tímabili í Olís-deildinni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Lítið var um varnarleik í fyrri hálfleik en Valsliðið náði forskotinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og leiddi 18-17 í hálfleik. Heimamönnum tókst hinsvegar að snúa leiknum sér í hag með 10-3 kafla í seinni hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar korter var til leiksloka. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin með góðum kafla í seinni hálfleik en Tjörvi Þorgeirsson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti þegar fimm sekúndur voru til leiksloka, sláin-inn. Það var í raun ekkert undir í kvöld nema stoltið. Heimamenn voru búnir að tryggja sér efsta sæti Olís-deildarinnar og voru að fara að taka við titlinum að leik loknum en Valsmenn áttu enn eftir að vinna leik á milli þessarra liða í Olís-deildinni í vetur. Það mátti greinilega sjá á varnarleik liðanna í upphafi að það væri lítið undir í þessum leik. Menn héldu aðeins aftur af sér í varnarleiknum og leið markvarsla liðanna fyrir það. Giedrius Morkunas stóð vakt sína ágætlega í marki Hauka í fyrri hálfleik en Hlynur Morthens náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og var tekinn af velli um miðbik hálfleiksins eftir að hafa ekki varið skot. Inn í hans stað kom Sigurður Ingiberg Ólafsson sem náði að taka nokkra bolta en hann átti einnig erfitt uppdráttar fyrir framan vörn Valsmanna sem hefur átt betri kafla en fyrri hálfleikinn í kvöld. Liðin skiptust á mörkum fyrri hluta hálfleiksins en Valsmenn náðu betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn og tóku forskotið inn í hálfleikinn 18-17. Valsmenn hófu seinni hálfleik af krafti og náðu þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leikhlutans en þá setti Haukaliðið í lás og sneri leiknum sér í hag. Haukar náðu að breyta stöðunni úr 18-21 í 28-23 með góðum 10-3 kafla og náði Valsliðið einfaldlega ekki að stöðva leikmenn Hauka í sókninni. Á sama tíma átti varnarleikur átti í stökustu vandræðum með Janus Daða Smárason, skyttu Haukaliðsins sem var frábær í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsliðsins, neyddist til að nota bæði leikhlé sín á þessum kafla en það seinna virtist vekja leikmenn Valsliðsins til lífsins. Valsliðið hóf að saxa á forskot Hauka á næstu mínútum leiksins og nýtti sér vel þegar Haukar misstu mann af velli tólf mínútum fyrir leikslok. Tókst þeim að jafna metin í stöðunni 28-28 og virtist meðbyrinn vera með Valsliðinu fyrir lokamínútur leiksins. Liðin skiptust á mörkum á lokamínútum leiksins sem voru æsispennandi en Haukar voru þó skrefinu á undan. Var það Tjörvi sem skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka með glæsilegu langskoti en Valsliðið hafði ekki tíma til að stilla upp í lokasókn. Leikmenn Hauka fögnuðu ógurlega að leikslokum en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í síðustu níu leikjum í deildinni og er ekki hægt að segja annað en að deildarmeistaratitillinn sé verðskuldaður. Janus Daði Smárason fór á kostum í liði heimamanna með 11 mörk úr aðeins 12 skotum en Elías Már Halldórsson og Tjörvi bætti við fimm mörkum hvor. Í markinu stóð Giedrius Morkunas vakt sína með prýði og varði 18 skot. Í liði Vals var það Geir Guðmundsson sem var atkvæðamestur með sex mörk en Vignir Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson komu næstir með fimm mörk. Í markinu áttu Hlynur og Sigurður í vandræðum en þeir vörðu aðeins 12 skot af 44. Gunnar: Tölfræðin er ekki með okkur í liði fyrir úrslitakeppnina „Við ætluðum að klára þessa þrjá leiki sem við áttum eftir með stæl þrátt fyrir að titilinn væri í höfn og það tókst,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sáttur aðspurður út í spilamennsku liðsins í kvöld. „Við viljum vinna alla leiki. Við erum þannig lið að þegar við vinnum ekki leik er næsti dagur ónýtur og vikan ónýt. Við lögðum þetta upp þannig að við myndum hvíla okkur um páskana og myndum koma af krafti aftur inn í þetta og þessi sigur kórónar frábært tímabil.“ Haukamenn fengu deildarmeistaratitilinn í hendurnar eftir sigurinn í kvöld og sagði Gunnar það hafa verið skemmtilegra eftir sigur. „Þegar staðan er skoðuð sýnir það að við höfum átt frábæran vetur og við tökum deildina með nokkrum yfirburðum. Þessi sigur var algjörlega til þess að kóróna þetta frábæra tímabil og við vildum selja okkur dýrt til að taka á móti titlinum eftir sigur.“ Gunnar hrósaði sóknarleik liðanna í kvöld. „Liðin voru svolítið lengi í gang varnarlega en það var mikill hraði í leiknum strax frá fyrstu mínútu. Það vantaði upp á í vörninni og í markvörslunni en það kom þegar það hægðist á leiknum,“ sagði Gunnar sem sagði páskasteikina ekki hafa setið í mönnum. „Neinei, bæði lið vildu vinna þetta og seldu sig dýrt. Þetta hefst í lokin fyrir okkur þegar það hægðist á hlutunum.“ Haukaliðið hefur titil að verja í úrslitakeppninni en Gunnar sagði að það yrði erfitt. „Það skiptir miklu máli að hafa reynsluna því tölfræðin er ekki með okkur. Deildarmeistarar hafa ekki tekið titilinn í sex ár og titilinn hefur ekki verið varinn síðustu sex ár. Haukaliðið 2010 var síðasta liðið sem náði þessu sem sýnir hversu erfitt þetta verður,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mun erfiðara. Við þurfum að glíma við það en við förum inn í úrslitakeppnina með sjálfstraustið í botni. Það sem er búið telur ekki lengur og við þurfum að vera klárir í bátana þegar úrslitakeppnin hefst.“ Óskar Bjarni: Við hæfi að þeir taki þetta á lokamínútunum „Liðin buðu fyrst og fremst upp á stórkostlega skemmtun. Markvarslan og varnarleikurinn var ekki til staðar í fyrri hálfleik og það var boðið upp á nóg af mörkum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, léttur að leikslokum aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í leiknum. „Í seinni hálfleik ná þeir undirtökunum og við breyttum of seint um vörn og misstum þá fram úr okkur. Við misstum allt á þessum kafla sem þeir snúa leiknum sér í hag og þú getur ekki gefið jafn góðu liði og Haukum svona tækifæri.“ Valsliðinu tókst þó að klóra sig aftur inn í leikinn en Haukar stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Undir lokin var þetta stöngin-inn eða stöngin út. Þeir fengu síðasta markið en við gátum fengið síðasta skotið. Þetta var kannski í takt við tímabilið þeirra í ár,“ sagði Óskar Bjarni sem hrósaði Haukaliðinu. „Það er við hæfi að þeir taki þetta og hampi titlinum eftir svona leik. Þetta hefur verið þeirra tímabil en núna tekur við nýtt mót.“ Óskar Bjarni furðaði sig á dómgæslunni í kvöld en sagði að dómararnir hefðu hallað á báða aðila. „Það er erfitt að spila þegar þeir fá að taka 4-5 skref oft á tíðum, þá er erfitt að stöðva svona góða leikmenn. Mér fannst dómgæslan furðuleg á báða bóga í kvöld. Þeir gerðu sitt besta og þeir gáfu okkur nokkra dóma eftir nokkra furðulega dóma þeim í hag.“ Óskar Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að hafa tapað öllum þremur leikjum liðanna í deildinni í vetur. „Við sýndum í bikarnum að við getum unnið þá svo ég hef ekki beint áhyggjur af því. Ég vildi að við myndum spila betur en við vorum ekki nægilega góðir í vörn og ég var kannski of seinn að bregðast við. Við höfum ekki verið að breyta mikið í vetur og ég hélt mig við það.“ Óskar vonaðist til þess að Ómar Ingi yrði klár fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Hann meiddist í leiknum gegn Fram en hann verður betri og betri með hverjum degi og við vonum að hann verði klár sem fyrst. Hann og Ýmir verða vonandi klárir fyrir úrslitakeppnina.“ Janus Daði: Ætlumst til að vinna alla leiki „Þetta var hraður og flottur leikur. Það var hart barist og eflaust skemmtilegur leikur fyrir áhorfendurna í stúkunni,“ sagði Janus Daði Smárason, hetja Hauka, sáttur að leikslokum í kvöld. „Við gátum hvílt Adam og Matthías en við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá því stóri bikarinn er eftir.“ Janus sagði leikmennina hafa verið ákveðna í að svara fyrir tapið í bikarúrslitunum. „Við vildum svara fyrir það og sigurhefðin í Haukaliðinu gerir það að verkum að við ætlumst til að vinna alla leiki. Þetta bætir ekki upp fyrir tapið í bikarnum en við förum með þennan leik á bakinu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Janus sem tók undir að Haukaliðið væri á góðum stað fyrir úrslitakeppnina. „Það er jákvætt að fara inn í fríið með þetta á bakinu og svo fáum við að spila fótbolta á æfingum. Það var heldur skemmtilegra að taka á móti bikarnum eftir sigurleik. Valsararnir vildu eflaust skemma það fyrir okkur en okkur tókst að hafa þetta.“ Janus tók undir að varnarleikurinn hefði ekki verið í forgangi á upphafsmínútum leiksins. „Varnarleikurinn var slakur, þeir náðu að slíta vörnina okkur í sundur og það vantaði bara alla baráttu í liðið. Við höfum brennt okkur á þessu í vetur að koma of ragir til leiks.“ Janus hrósaði Tjörva fyrir sigurmarkið. „Þetta var algjör snilld. Hann fékk sama færi gegn Aftureldingu fyrr í vetur og setti hann þá í slánna svo það sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Janus léttur.Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/AntonGunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/AntonJanus Daði Smárason.Vísir/AntonÞórarinn Leví Traustason tók við bikarnum í kvöld. Vísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Haukar tóku á móti deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir nauman 32-31 sigur á Val í DB-Schenker höllinni í kvöld en þetta Haukarnir unnu alla leiki liðanna á þessu tímabili í Olís-deildinni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Lítið var um varnarleik í fyrri hálfleik en Valsliðið náði forskotinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og leiddi 18-17 í hálfleik. Heimamönnum tókst hinsvegar að snúa leiknum sér í hag með 10-3 kafla í seinni hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar korter var til leiksloka. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin með góðum kafla í seinni hálfleik en Tjörvi Þorgeirsson skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti þegar fimm sekúndur voru til leiksloka, sláin-inn. Það var í raun ekkert undir í kvöld nema stoltið. Heimamenn voru búnir að tryggja sér efsta sæti Olís-deildarinnar og voru að fara að taka við titlinum að leik loknum en Valsmenn áttu enn eftir að vinna leik á milli þessarra liða í Olís-deildinni í vetur. Það mátti greinilega sjá á varnarleik liðanna í upphafi að það væri lítið undir í þessum leik. Menn héldu aðeins aftur af sér í varnarleiknum og leið markvarsla liðanna fyrir það. Giedrius Morkunas stóð vakt sína ágætlega í marki Hauka í fyrri hálfleik en Hlynur Morthens náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og var tekinn af velli um miðbik hálfleiksins eftir að hafa ekki varið skot. Inn í hans stað kom Sigurður Ingiberg Ólafsson sem náði að taka nokkra bolta en hann átti einnig erfitt uppdráttar fyrir framan vörn Valsmanna sem hefur átt betri kafla en fyrri hálfleikinn í kvöld. Liðin skiptust á mörkum fyrri hluta hálfleiksins en Valsmenn náðu betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn og tóku forskotið inn í hálfleikinn 18-17. Valsmenn hófu seinni hálfleik af krafti og náðu þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leikhlutans en þá setti Haukaliðið í lás og sneri leiknum sér í hag. Haukar náðu að breyta stöðunni úr 18-21 í 28-23 með góðum 10-3 kafla og náði Valsliðið einfaldlega ekki að stöðva leikmenn Hauka í sókninni. Á sama tíma átti varnarleikur átti í stökustu vandræðum með Janus Daða Smárason, skyttu Haukaliðsins sem var frábær í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsliðsins, neyddist til að nota bæði leikhlé sín á þessum kafla en það seinna virtist vekja leikmenn Valsliðsins til lífsins. Valsliðið hóf að saxa á forskot Hauka á næstu mínútum leiksins og nýtti sér vel þegar Haukar misstu mann af velli tólf mínútum fyrir leikslok. Tókst þeim að jafna metin í stöðunni 28-28 og virtist meðbyrinn vera með Valsliðinu fyrir lokamínútur leiksins. Liðin skiptust á mörkum á lokamínútum leiksins sem voru æsispennandi en Haukar voru þó skrefinu á undan. Var það Tjörvi sem skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka með glæsilegu langskoti en Valsliðið hafði ekki tíma til að stilla upp í lokasókn. Leikmenn Hauka fögnuðu ógurlega að leikslokum en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í síðustu níu leikjum í deildinni og er ekki hægt að segja annað en að deildarmeistaratitillinn sé verðskuldaður. Janus Daði Smárason fór á kostum í liði heimamanna með 11 mörk úr aðeins 12 skotum en Elías Már Halldórsson og Tjörvi bætti við fimm mörkum hvor. Í markinu stóð Giedrius Morkunas vakt sína með prýði og varði 18 skot. Í liði Vals var það Geir Guðmundsson sem var atkvæðamestur með sex mörk en Vignir Stefánsson og Sveinn Aron Sveinsson komu næstir með fimm mörk. Í markinu áttu Hlynur og Sigurður í vandræðum en þeir vörðu aðeins 12 skot af 44. Gunnar: Tölfræðin er ekki með okkur í liði fyrir úrslitakeppnina „Við ætluðum að klára þessa þrjá leiki sem við áttum eftir með stæl þrátt fyrir að titilinn væri í höfn og það tókst,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sáttur aðspurður út í spilamennsku liðsins í kvöld. „Við viljum vinna alla leiki. Við erum þannig lið að þegar við vinnum ekki leik er næsti dagur ónýtur og vikan ónýt. Við lögðum þetta upp þannig að við myndum hvíla okkur um páskana og myndum koma af krafti aftur inn í þetta og þessi sigur kórónar frábært tímabil.“ Haukamenn fengu deildarmeistaratitilinn í hendurnar eftir sigurinn í kvöld og sagði Gunnar það hafa verið skemmtilegra eftir sigur. „Þegar staðan er skoðuð sýnir það að við höfum átt frábæran vetur og við tökum deildina með nokkrum yfirburðum. Þessi sigur var algjörlega til þess að kóróna þetta frábæra tímabil og við vildum selja okkur dýrt til að taka á móti titlinum eftir sigur.“ Gunnar hrósaði sóknarleik liðanna í kvöld. „Liðin voru svolítið lengi í gang varnarlega en það var mikill hraði í leiknum strax frá fyrstu mínútu. Það vantaði upp á í vörninni og í markvörslunni en það kom þegar það hægðist á leiknum,“ sagði Gunnar sem sagði páskasteikina ekki hafa setið í mönnum. „Neinei, bæði lið vildu vinna þetta og seldu sig dýrt. Þetta hefst í lokin fyrir okkur þegar það hægðist á hlutunum.“ Haukaliðið hefur titil að verja í úrslitakeppninni en Gunnar sagði að það yrði erfitt. „Það skiptir miklu máli að hafa reynsluna því tölfræðin er ekki með okkur. Deildarmeistarar hafa ekki tekið titilinn í sex ár og titilinn hefur ekki verið varinn síðustu sex ár. Haukaliðið 2010 var síðasta liðið sem náði þessu sem sýnir hversu erfitt þetta verður,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mun erfiðara. Við þurfum að glíma við það en við förum inn í úrslitakeppnina með sjálfstraustið í botni. Það sem er búið telur ekki lengur og við þurfum að vera klárir í bátana þegar úrslitakeppnin hefst.“ Óskar Bjarni: Við hæfi að þeir taki þetta á lokamínútunum „Liðin buðu fyrst og fremst upp á stórkostlega skemmtun. Markvarslan og varnarleikurinn var ekki til staðar í fyrri hálfleik og það var boðið upp á nóg af mörkum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, léttur að leikslokum aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í leiknum. „Í seinni hálfleik ná þeir undirtökunum og við breyttum of seint um vörn og misstum þá fram úr okkur. Við misstum allt á þessum kafla sem þeir snúa leiknum sér í hag og þú getur ekki gefið jafn góðu liði og Haukum svona tækifæri.“ Valsliðinu tókst þó að klóra sig aftur inn í leikinn en Haukar stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Undir lokin var þetta stöngin-inn eða stöngin út. Þeir fengu síðasta markið en við gátum fengið síðasta skotið. Þetta var kannski í takt við tímabilið þeirra í ár,“ sagði Óskar Bjarni sem hrósaði Haukaliðinu. „Það er við hæfi að þeir taki þetta og hampi titlinum eftir svona leik. Þetta hefur verið þeirra tímabil en núna tekur við nýtt mót.“ Óskar Bjarni furðaði sig á dómgæslunni í kvöld en sagði að dómararnir hefðu hallað á báða aðila. „Það er erfitt að spila þegar þeir fá að taka 4-5 skref oft á tíðum, þá er erfitt að stöðva svona góða leikmenn. Mér fannst dómgæslan furðuleg á báða bóga í kvöld. Þeir gerðu sitt besta og þeir gáfu okkur nokkra dóma eftir nokkra furðulega dóma þeim í hag.“ Óskar Bjarni sagðist ekki hafa áhyggjur af því að hafa tapað öllum þremur leikjum liðanna í deildinni í vetur. „Við sýndum í bikarnum að við getum unnið þá svo ég hef ekki beint áhyggjur af því. Ég vildi að við myndum spila betur en við vorum ekki nægilega góðir í vörn og ég var kannski of seinn að bregðast við. Við höfum ekki verið að breyta mikið í vetur og ég hélt mig við það.“ Óskar vonaðist til þess að Ómar Ingi yrði klár fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Hann meiddist í leiknum gegn Fram en hann verður betri og betri með hverjum degi og við vonum að hann verði klár sem fyrst. Hann og Ýmir verða vonandi klárir fyrir úrslitakeppnina.“ Janus Daði: Ætlumst til að vinna alla leiki „Þetta var hraður og flottur leikur. Það var hart barist og eflaust skemmtilegur leikur fyrir áhorfendurna í stúkunni,“ sagði Janus Daði Smárason, hetja Hauka, sáttur að leikslokum í kvöld. „Við gátum hvílt Adam og Matthías en við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá því stóri bikarinn er eftir.“ Janus sagði leikmennina hafa verið ákveðna í að svara fyrir tapið í bikarúrslitunum. „Við vildum svara fyrir það og sigurhefðin í Haukaliðinu gerir það að verkum að við ætlumst til að vinna alla leiki. Þetta bætir ekki upp fyrir tapið í bikarnum en við förum með þennan leik á bakinu inn í úrslitakeppnina,“ sagði Janus sem tók undir að Haukaliðið væri á góðum stað fyrir úrslitakeppnina. „Það er jákvætt að fara inn í fríið með þetta á bakinu og svo fáum við að spila fótbolta á æfingum. Það var heldur skemmtilegra að taka á móti bikarnum eftir sigurleik. Valsararnir vildu eflaust skemma það fyrir okkur en okkur tókst að hafa þetta.“ Janus tók undir að varnarleikurinn hefði ekki verið í forgangi á upphafsmínútum leiksins. „Varnarleikurinn var slakur, þeir náðu að slíta vörnina okkur í sundur og það vantaði bara alla baráttu í liðið. Við höfum brennt okkur á þessu í vetur að koma of ragir til leiks.“ Janus hrósaði Tjörva fyrir sigurmarkið. „Þetta var algjör snilld. Hann fékk sama færi gegn Aftureldingu fyrr í vetur og setti hann þá í slánna svo það sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Janus léttur.Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/AntonGunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/AntonJanus Daði Smárason.Vísir/AntonÞórarinn Leví Traustason tók við bikarnum í kvöld. Vísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira