Rangt að láta Liverpool mæta Atlético Madrid Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2020 07:00 Þessir stuðningsmenn voru á leik Liverpool og Atlético Madrid á Anfield, leik sem hefði líklega betur verið sleppt. VÍSIR/GETTY Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“ Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Sjá meira
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti