Aldrei meiri samdráttur í umferðinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. apríl 2020 07:00 Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. Ljóst er að samkomubann vegna COVID-19 faraldursins er að hafa gríðarleg áhrif, að ógleymdum ferðatakmörkunum sem hafa nánast alveg komið í veg fyrir að ferðamenn komi til landsins.Skýringamynd sem sýnir vel hversu mikill samdrátturinn hefur verið.Vísir/VegagerðinHöfuðborgarsvæðið Mesti samdráttur umferðar á höfuðborðarsvæðinu hingað til hefur var 9,1 prósent. Það var í apríl 2009 borið saman við sama mánuð árið á undan. Munurinn þá skýrðist af efnahagshruninu seint á árinu 2008. Mestur varð samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu á Hafnarfjarðarvegi, rúm 27%. Umferð dróst minnst saman um Vesturlandsveg, um tæp 18%. Meðal sólarhringsumferðin um mælisniðin þrjú var tæpum 35 þúsund ökutækjum minni en í sama mánuði í fyrra. Talningin um sniðin í mars í ár jafnast á við mars 2014.Mynd sem sýnir samdrátt umferðar um Hringveginn.Vísir/VegagerðinHringvegurinn Samtals dróst umferð um Hringveginn saman um 24,4%. Mestur varð samdrátturinn við Mýrdalssand, 52,3%. Samdrátturinn á einstaka mælistöðum var frá 16,6% við Úlfarsfell og upp í áðurnefnd 52,3% á Mýrdalssandi. Umferð um Hringveginn í mars í ár er um það bil mitt á milli mars mánaðar 2015 og 2016. Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00 Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. Ljóst er að samkomubann vegna COVID-19 faraldursins er að hafa gríðarleg áhrif, að ógleymdum ferðatakmörkunum sem hafa nánast alveg komið í veg fyrir að ferðamenn komi til landsins.Skýringamynd sem sýnir vel hversu mikill samdrátturinn hefur verið.Vísir/VegagerðinHöfuðborgarsvæðið Mesti samdráttur umferðar á höfuðborðarsvæðinu hingað til hefur var 9,1 prósent. Það var í apríl 2009 borið saman við sama mánuð árið á undan. Munurinn þá skýrðist af efnahagshruninu seint á árinu 2008. Mestur varð samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu á Hafnarfjarðarvegi, rúm 27%. Umferð dróst minnst saman um Vesturlandsveg, um tæp 18%. Meðal sólarhringsumferðin um mælisniðin þrjú var tæpum 35 þúsund ökutækjum minni en í sama mánuði í fyrra. Talningin um sniðin í mars í ár jafnast á við mars 2014.Mynd sem sýnir samdrátt umferðar um Hringveginn.Vísir/VegagerðinHringvegurinn Samtals dróst umferð um Hringveginn saman um 24,4%. Mestur varð samdrátturinn við Mýrdalssand, 52,3%. Samdrátturinn á einstaka mælistöðum var frá 16,6% við Úlfarsfell og upp í áðurnefnd 52,3% á Mýrdalssandi. Umferð um Hringveginn í mars í ár er um það bil mitt á milli mars mánaðar 2015 og 2016.
Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00 Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00
Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00