Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 10:11 „Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
„Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20