Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 10:11 „Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Ég frekar hissa á að ég fái að hanga þarna inni. Mig grunar að ég hafi pirrað meðlimi hópsins duglega,“ segir leigubílstjórinn Grétar Ólason. Grétar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Facebook-hópurinn Skutlarar! til umræðu. Hópurinn telur tæplega 24.000 manns en tilgangur hans er að ökumenn geti boðið öðrum far með sér ákveðna leið, gegn gjaldi. Margir ökumannanna eru með ýmsar veigar í skottinu sem þeir bjóða farþegum einnig til kaups. „Þarna setur einhver inn skeyti þar sem kemur fram að hann sé með vín eða kaldan í skottinu. Þar er ekki verið að bjóða upp á einn eða tvo bjóra heldur eru menn með litla Heiðrúnu í skottinu. Síðan eru þarna stöku póstar þar sem menn óska eftir eða auglýsa eiturlyf,“ segir Grétar.Þingmaður kominn í málið Hann bendir á að leigubílstjórar sitji undir ákveðnum hætti og þurfi að uppfylla ýmis skilyrði til að geta hafið störf. Að auki þurfi þeir að greiða tryggingar í botn og há stöðvargjöld til bifreiðastöðva. Þá séu farþegar í skutlarahópnum algerlega ótryggðir ef eitthvað kemur upp á. „Þessi hópur pirrar okkur því þetta er hörku samkeppni. Vinna okkar um helgar hefur snarminnkað vegna þessa hóps.“ Hann segir að hann hafi tekið skjáskot af póstum úr hópnum og sent áfram á lögregluna sem þakkar ætíð ábendinguna en geri lítið í málunum. Í viðtalinu upplýsti Grétar einnig að hann hefði rætt við þingmann Sjálfstæðisflokksins um að taka málið upp á þinginu. Ásmundur hefur flutt ræðu um málið undir liðnum störf þingsins og stefnir að því að ræða málið í fyrirspurnatíma við innanríkisráðherra. „Það er vonandi að innanríkisráðherra hjóli í málið og það komist einhver hreyfing á þetta,“ segir Grétar. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20