Innlent

Stjórnmálasamband við Tógó

Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við V-Afríkurríkið Tógó, þar sem búa um fimm milljónir manna. Yfirlýsing um þetta var undirrituð í New York á föstudag. Ríkið liggur milli Gana og Benín og á landamæri við Búrkína Fasó í norðri. Strandlengja Togo í suðri við Benín flóa er um eitthundrað kílómetrar og nefnist Þrælaströndin. Þjóðartekjur eru með þeim minnstu í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, meðalævi íbúa er 52 ár, ólæsi útbreitt og barnadauði hár. Langvarandi deilur hafa verið milli íbúa í norðanverðu og sunnanverðu landinu. Höfuðborgin Lomé er ein mikilvægasta hafnarborg Vestur-Afríku og sinnir nágrannalöndum. Flutningakerfi landsins er gott og að mati alþjóðastofnana er stjórnsýsla í landinu vel rekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×