Viðskipti innlent

Heildartap íbúðalánasjóðs 270 milljarðar

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.
Heildartap sjóðsins frá stofnun nemur allt að 270 milljörðum króna, þar af 86 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 28 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 54 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóðs.

Stærsti einstaki liðurinn í tapi vegna lausafjárstýringar er vegna kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfum á árunum 2007 og 2008, alls 14 milljarðar króna.

Af 86 milljarða útlánatapi sjóðsins eru tveir þriðju hlutar vegna útlána sem veitt voru á árunum 2005‒2008.

Tapið skiptist jafnframt þannig að 50 milljarðar eru vegna lána til einstaklinga og 36 milljarðar vegna lána til lögaðila.

Tap vegna lána til grannsvæða Reykjavíkur nemur 36 milljörðum og tæpir 8 milljarðar eru tilkomnir vegna 110%-leiðar. Hlutfallslega hefur sjóðurinn tapað mest á leiguíbúðalánum og á lánveitingum til Mið-Austurlands og grannsvæða Reykjavíkur.

Óbókfært tap vegna stöðu sjóðsins í lok árs 2012 nemur allt að 170 milljörðum króna að núvirði, þar af 29 milljörðum vegna útlána og fullnustueigna, 11 milljörðum vegna lausafjárstýringar, 27 milljörðum vegna uppgreiðslna og 103 milljörðum vegna uppgreiðsluáhættu.


Tengdar fréttir

Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin

Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður.

Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða

Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×