Innlent

Skólamálin rædd í þaula

Í viðræðum Ilista Sameiningar og B-lista Framsóknarflokks um nýjan meirihluta í Dalvíkurbyggð voru í gær lagðar fram hugmyndir um mótun stefnu í fræðslumálum. Óskar Gunnarsson, oddviti I-lista, segir að rætt hafi verið um möguleika á frekari starfsemi í Húsabakkaskóla, til dæmis með fimm ára bekk. I-listinn gerir kröfu um að Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi þingkona, verði bæjarstjóri en B-listi fengi embætti forseta bæjarstjórnar. Meirihluti Framsóknarog Sjálfstæðisflokks sprakk um helgina vegna ágreinings um framtíð Húsabakkaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×