„Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 16:19 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Egill Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir fyrirtækið Össur harðlega fyrir að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda skömmu eftir að eigendur fyrirtækisins fengu greiddan 1,2 milljarða króna í arð vegna hagnaðar síðasta árs. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í gær að á annað hundrað starfsmenn Össurar væru í hlutastarfi og að fyrirtækið væri að nýta sér úrræði stjórnvalda í hlutabótaleiðinni. 165 starfsmenn eru þannig í hálfu starfi og greiðir ríkið 50% launakostnaðarins á móti fyrirtækinu. Hlutabótaleiðin er úrræði sem sett var á laggirnar til þess að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldursins. Í ályktun miðstjórnar ASÍ sem send var fjölmiðlum nú síðdegis er það áréttað að opinber stuðningur til fyrirtækja vegna áhrifa Covid-19 eigi „ekki að vera til þess gerður að fyrirtæki sem ekki þurfa á honum að halda vaði í sameiginlega sjóði samfélagsins að vild. Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð. Slíkt athæfi er ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt,“ segir í ályktun miðstjórnar. Þar segir jafnframt að ASÍ hafi „ítrekað kallað eftir því að stjórnvöld setji skýr skilyrði við opinberum stuðningi en slíkar kröfur eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóðavinnumálstofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Meðal skilyrða sem ASÍ hefur kallað eftir er að fyrirtæki hafi nýtt sér eigin bjargir, þau undirgangist skilyrði um að greiða ekki út arð til tveggja ára eftir að þau njóta fyrirgreiðslu og að fyrirtækin eða eigendur þeirra séu ekki skráð í skattaskjólum. Stjórnvöld hafa brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja hagsmuni almennings og komandi kynslóða. Nú er mál að linni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) gagnrýnir fyrirtækið Össur harðlega fyrir að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda skömmu eftir að eigendur fyrirtækisins fengu greiddan 1,2 milljarða króna í arð vegna hagnaðar síðasta árs. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í gær að á annað hundrað starfsmenn Össurar væru í hlutastarfi og að fyrirtækið væri að nýta sér úrræði stjórnvalda í hlutabótaleiðinni. 165 starfsmenn eru þannig í hálfu starfi og greiðir ríkið 50% launakostnaðarins á móti fyrirtækinu. Hlutabótaleiðin er úrræði sem sett var á laggirnar til þess að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldursins. Í ályktun miðstjórnar ASÍ sem send var fjölmiðlum nú síðdegis er það áréttað að opinber stuðningur til fyrirtækja vegna áhrifa Covid-19 eigi „ekki að vera til þess gerður að fyrirtæki sem ekki þurfa á honum að halda vaði í sameiginlega sjóði samfélagsins að vild. Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð. Slíkt athæfi er ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt,“ segir í ályktun miðstjórnar. Þar segir jafnframt að ASÍ hafi „ítrekað kallað eftir því að stjórnvöld setji skýr skilyrði við opinberum stuðningi en slíkar kröfur eru í samræmi við ráðleggingar Alþjóðavinnumálstofnunarinnar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Meðal skilyrða sem ASÍ hefur kallað eftir er að fyrirtæki hafi nýtt sér eigin bjargir, þau undirgangist skilyrði um að greiða ekki út arð til tveggja ára eftir að þau njóta fyrirgreiðslu og að fyrirtækin eða eigendur þeirra séu ekki skráð í skattaskjólum. Stjórnvöld hafa brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja hagsmuni almennings og komandi kynslóða. Nú er mál að linni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Hlutabótaleiðin Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira