Florian Schneider stofnmeðlimur Kraftwerk látinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. maí 2020 16:43 Stofnmeðlimir Kraftwerk, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru jafnframt helstu lagasmiðir sveitarinnar. Getty/Franck/Kraftwerk Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex) Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex)
Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira