Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum 13. október 2005 15:02 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira