Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:30 Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun