Hertari reglur um köfun í Silfru virtust ekki hafa áhrif á fjölda kafara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:51 Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26