Hertari reglur um köfun í Silfru virtust ekki hafa áhrif á fjölda kafara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:51 Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26