Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:00 Frank Lampard og Jürgen Klopp léttir á því á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. Getty/Matthew Ashton Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira