Innlent

Enginn ísbjörn sjáanlegur í eftirlitsflugi

Úr eftirlitstflugi gæslunnar
Úr eftirlitstflugi gæslunnar Henning Þór Aðalmundsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum.

Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlandsins. Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu.

Í áhöfn þyrlunar voru Walter Ehrat flugstjóri, Jens Þór Sigurðsson flugmaður, Henning Þór Aðalmundsson stýrimaður/sigmaður

Óskar Óskarsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×