Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 23:16 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira