Stefnt að því að gefa QuizUp út á Android í janúar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 15:46 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi Plain Vanilla. mynd / valli Smáforritafyrirtækið Plain Vanilla vinnur nú hörðum höndum að því að koma QuizUp leiknum út fyrir tæki með Android stýrikerfi en hingað til hefur aðeins verið hægt að spila spurningaleikinn á tæki frá Apple. QuizUp hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en um 100.000 manns hala niður leiknum á degi hverjum en hann kom út í nóvember. QuizUp hefur verið einn vinsælasti smáleikurinn í heiminum síðustu vikur en um sjö milljón manns hafa sótt leikinn frá útgáfu. „Núna erum við á fullu í prufunum á Android útgáfunni enda viljum við vera viss um að leikurinn virki vel,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla. „Við gerum ráð fyrir því að gefa leikinn út í þessu formi í janúar sem verður stórt stökk fyrir fyrirtækið. Android-stýrikerfið er töluvert öðruvísi en það kerfi sem er í Apple vörum og huga þarf að mörgum hlutum þegar verið er að aðlaga leikinn að kerfinu. Forritarar okkar þurfa að gera ráð fyrir mun fleiri símtækjum og spjaldtölvum sem eru mörg hver mjög ólík. Það þarf til að mynda að gera ráð fyrir mismunandi skjástærðum og örðu slíku þegar kemur að Android.“ „Það hefur ekki verið mikið vandamál að fá fólk til að prófa þessa tilraunarútgáfu af QuizUp og finnum við greinilega fyrir því að eftirvæntingin er mikil fyrir því að fá leikinn á Android.“ Hingað til hefur fyrirtækið Plain Vanilla einblínt á Apple markaðinn og er nú aðeins hægt að spila leikinn í iPhone og iPad frá Apple. „Þegar leikurinn kemur út á Android verður hann aðgengilegur fyrir nánast alla sem eiga snjalltæki. Í fljótu bragði myndi ég giska á að 70% af markaðnum séu með tæki með Android stýrikerfinu.“ Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Smáforritafyrirtækið Plain Vanilla vinnur nú hörðum höndum að því að koma QuizUp leiknum út fyrir tæki með Android stýrikerfi en hingað til hefur aðeins verið hægt að spila spurningaleikinn á tæki frá Apple. QuizUp hefur slegið rækilega í gegn að undanförnu en um 100.000 manns hala niður leiknum á degi hverjum en hann kom út í nóvember. QuizUp hefur verið einn vinsælasti smáleikurinn í heiminum síðustu vikur en um sjö milljón manns hafa sótt leikinn frá útgáfu. „Núna erum við á fullu í prufunum á Android útgáfunni enda viljum við vera viss um að leikurinn virki vel,“ segir Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóra og stofnandi tölvuleikjaframleiðandans Plain Vanilla. „Við gerum ráð fyrir því að gefa leikinn út í þessu formi í janúar sem verður stórt stökk fyrir fyrirtækið. Android-stýrikerfið er töluvert öðruvísi en það kerfi sem er í Apple vörum og huga þarf að mörgum hlutum þegar verið er að aðlaga leikinn að kerfinu. Forritarar okkar þurfa að gera ráð fyrir mun fleiri símtækjum og spjaldtölvum sem eru mörg hver mjög ólík. Það þarf til að mynda að gera ráð fyrir mismunandi skjástærðum og örðu slíku þegar kemur að Android.“ „Það hefur ekki verið mikið vandamál að fá fólk til að prófa þessa tilraunarútgáfu af QuizUp og finnum við greinilega fyrir því að eftirvæntingin er mikil fyrir því að fá leikinn á Android.“ Hingað til hefur fyrirtækið Plain Vanilla einblínt á Apple markaðinn og er nú aðeins hægt að spila leikinn í iPhone og iPad frá Apple. „Þegar leikurinn kemur út á Android verður hann aðgengilegur fyrir nánast alla sem eiga snjalltæki. Í fljótu bragði myndi ég giska á að 70% af markaðnum séu með tæki með Android stýrikerfinu.“
Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira