Beikonið yfirtekur borgina Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Árni Georgsson, í bleika bolnum, er einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival ásamt fleiri beilonunnendum. Vísir/Daníel „Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Beikonið mun flæða niður Skólavörðustíginn og ég lofa góðu stuði og góðum mat,“ segir Árni Georgsson, einn af stofnendum hátíðarinnar Reykjavík Bacon Festival, sem haldin verður hátíðleg fjórða árið í röð á Skólavörðustíg í dag. Um er að ræða mikla matarhátíð undir yfirskriftinni Matarhátíð alþýðunnar en fjölmargir veitingastaðir munu selja beikoninnblásna rétti í matartjöldum víðs vegar á Skólavörðustígnum. Ágóði af hátíðinni rennur til Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Árni er mikill beikonáhugamaður og reykir sitt eigið beikon. „Ég hef reykt mitt eigið beikon á Svínanesi í Svínahlíð í Grafningnum í Þingvallasveit og er þar með reykskúr við sumarbústaðinn. Ég hef mjög gaman af svínum og í raun öllum dýrum,“ segir Árni.Árnir GeorgssonSpurður út í hvort neysla á beikoni sé óholl segir Árni hófsemi skipta miklu máli. „Í beikoni eru næringarefni sem þú þarft en eins og með allt annað þá þarf að gæta hófs í neyslunni. Þetta snýst um að neyta þess á ábyrgan hátt. Það er einhver ástæða fyrir því að svín hafa fylgt okkur þetta lengi,“ segir Árni. Reykjavík Bacon Festival er systurhátíð Blue Ribbon Bacon, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er ár hvert í Des Moines í Iowa. „Það eru tveir Bandaríkjamenn sem eru komnir til okkar, Brooks Reynolds og Marshall Porter, þeir eru goðsagnir í beikonheiminum og halda stærstu beikonhátíð í heimi. Þeir eru að koma hingað fjórða árið í röð og kunna vel við sig,“ bætir Árni við. Hátíðin er haldin af nokkrum vinum og er skipulagningin öll unnin í sjálfboðavinnu og munu 60 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum hjálpa til á hátíðinni ásamt fleirum. Leiktæki, beikon og skemmtiatriði verða í boði fyrir alla.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira