Sport

Hafdís byrjar árið með stæl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís í keppni á Meistaramótinu á Akureyri síðastliðið sumar.
Hafdís í keppni á Meistaramótinu á Akureyri síðastliðið sumar. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Hafdís Sigurðardóttir bætti sinn besta tíma í 60 metra hlaupi innanhúss á félagsmóti Ungmennafélags Akureyrar í Boganum í dag.

Hafdís kom í mark á tímanum 7,65 sekúndum en áður átti hún best 7,70 metra frá því í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í febrúar á síðasta ári. Innanhússtímabilið er rétt að hefjast og greinilegt að íþróttakonan fjölhæfa frá Tjarnarlandi kemur vel undan vetri.

Ljóst er að Íslandsmet Geirlaugar B Geirlaugsdóttur frá árinu 1996 sem sett var í Stokkhólmi er í hættu. Metið er 7,54 sekúndur.

Hafdís ætlar sér stóra hluti á árinu og meðal markmiða hennar er Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í langstökki innanhúss. Það upplýsti hún í viðtali við Fréttablaðið í október. Hafdís sló einmitt met Sunnu í greininni utanhúss síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×