Sótti um vinnu á Smartlandi í bundnu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2014 20:20 Arnar Snæberg og auglýsingin sem kveikti áhuga hans. Mynd/Arnar Snæberg Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, rak augun í auglýsingu um starf í fjölmiðlum í vikunni. Arnar tók sig til og sótti um en óhætt er að segja að umsókn hans hafi verið af dýrari gerðinni. Umsóknin um starf blaðamanns á Smartlandi er nefnilega í bundnu formi. Um er að ræða ljóð í ellefu erindum sem er nokkuð hörð ádeila á efnistök lífstíls- og dægurmálasíðna. Arnar deildi umsókninni með vinum sínum á Facebook og segist vonast til þess að umsókn sinni verði svarið. Raunar vonist hann til að fá vinnuna en koma verður í ljós hvort svarið verði á bundnu formi eður ei. Umsókn Arnars má sjá hér að neðan en hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni. Ég er góður og glaðlegur penni. Glúrinn að senda í prentun blöð sem að seljast í hrúgum. Svo er ég með háskólamenntun. Með frábæra samskiptafærni frumkvæði í æðum mér brennur. Metnaðarfullur og mjúkur mér blóðið til skyldunnar rennur. Með einlægan áhuga á fólki, íslenskukunnáttugikkur. Ég er sko akkúrat maður sem ætti að vinna hjá ykkur. En sannleikann veit ég hinn svarta, af Smartlandi er fnykur og þefur. Ég má til að segja þér, Marta: Mér finnst þetta ógeðisvefur. Þar skiptir útlitið öllu, yfirborðsmennska þar dvelur. Dreymandi um frægð eða fegurð fólkið þar heimskuna elur. Þarna er fasteignafárið, þær fara á milljarð í hasti. Flottasta húðin og hárið. Heimurinn þinn er úr plasti. Heillandi massaðir hönkar. Horaðar brosandi glennur. Á eilífðardjamminu eru allir með fallegar tennur. Ráðgjöf til ringlaða fólksins: „Reyndu að verða svona.“ Glamúr og förðun og frami. Flissandi ógæfukona. Í sorpblaðamennskunni, beibí, brautirnar eru svo hálar. Það kostar samt ekkert að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég veit að þú íhugar þetta. Þinn einlægur fallega biður. Smartland er rjúkandi rústir og réttast að leggja það niður. Ég huga og hjarta hef kannað. Heillandi finnst mér ei vinnan. Farðu að gera eitthvað annað. Fegurðin kemur að innan. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Arnar Snæberg Jónsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, rak augun í auglýsingu um starf í fjölmiðlum í vikunni. Arnar tók sig til og sótti um en óhætt er að segja að umsókn hans hafi verið af dýrari gerðinni. Umsóknin um starf blaðamanns á Smartlandi er nefnilega í bundnu formi. Um er að ræða ljóð í ellefu erindum sem er nokkuð hörð ádeila á efnistök lífstíls- og dægurmálasíðna. Arnar deildi umsókninni með vinum sínum á Facebook og segist vonast til þess að umsókn sinni verði svarið. Raunar vonist hann til að fá vinnuna en koma verður í ljós hvort svarið verði á bundnu formi eður ei. Umsókn Arnars má sjá hér að neðan en hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni. Ég er góður og glaðlegur penni. Glúrinn að senda í prentun blöð sem að seljast í hrúgum. Svo er ég með háskólamenntun. Með frábæra samskiptafærni frumkvæði í æðum mér brennur. Metnaðarfullur og mjúkur mér blóðið til skyldunnar rennur. Með einlægan áhuga á fólki, íslenskukunnáttugikkur. Ég er sko akkúrat maður sem ætti að vinna hjá ykkur. En sannleikann veit ég hinn svarta, af Smartlandi er fnykur og þefur. Ég má til að segja þér, Marta: Mér finnst þetta ógeðisvefur. Þar skiptir útlitið öllu, yfirborðsmennska þar dvelur. Dreymandi um frægð eða fegurð fólkið þar heimskuna elur. Þarna er fasteignafárið, þær fara á milljarð í hasti. Flottasta húðin og hárið. Heimurinn þinn er úr plasti. Heillandi massaðir hönkar. Horaðar brosandi glennur. Á eilífðardjamminu eru allir með fallegar tennur. Ráðgjöf til ringlaða fólksins: „Reyndu að verða svona.“ Glamúr og förðun og frami. Flissandi ógæfukona. Í sorpblaðamennskunni, beibí, brautirnar eru svo hálar. Það kostar samt ekkert að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég veit að þú íhugar þetta. Þinn einlægur fallega biður. Smartland er rjúkandi rústir og réttast að leggja það niður. Ég huga og hjarta hef kannað. Heillandi finnst mér ei vinnan. Farðu að gera eitthvað annað. Fegurðin kemur að innan.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“