Ben Stiller elskar Ísland Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2014 11:30 Ben Stiller hélt flotta ræðu við upphaf forsýningarinnar sem fram fór í Smárabíó þann 12. desember síðastliðinn. Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira