Erlent

Fleiri plánetur en talið var

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mun fleiri plánetur leynast í alheiminum en almennt hefur verið talið fram til þessa. Þetta segir hópur franskra og svissneskra stjarnvísindamanna en þeir komu nýlega auga á þrjár plánetur á braut umhverfis stjörnu nokkra sem er 42 ljósár frá jörðu.

Áður hafði verið talið að ekkert sveimaði kringum þessa tilteknu stjörnu. Sú minnsta af þessum þremur nýfundnu plánetum hefur massa sem er fjórfaldur massi jarðarinnar en stærð þeirra er ekki ósvipuð stærð jarðar. Pláneturnar sáust gegnum nýjan öflugan stjörnukíki í Chile en vísindamennirnir segja að of heitt sé á þeim til að líf þrífist þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×