Svalbarðsá komin yfir 300 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2014 11:59 Veiðin í Svalbarðsá hefur verið frábær í sumar og áin er komin yfir veiðina í fyrra sem þó þótti afbragðs veiðiár. Það sem eykur á ánægju þeirra sem hafa heimsótt ánna í sumar er góð meðalþyngd en um 80% af laxinum er vænn tveggja ára lax og ennþá er lax að ganga. Í gærmorgun veiddust lúsugir laxar í ánni sem gefur til kynna að áin eigi ennþá nóg inni enda ennþá mánuður eftir af veiðitímanum og lax getur verið að ganga í ánna alveg fram í byrjun september. Þess má geta að Svalbarðsá er aðeins veidd á 2-3 stangir. Áin er löngu upseld og þeir sem hafa veitt hana í sumar eru þegar farnir ða tryggja sér daga að ári. Af öðrum veiðisvæðum Veiðifélagsins Hreggnasa má nefna að Laxá í Kjós er komin í 350 laxa en það sem hefur helst hamlað veiðum þar er hraðminnkandi vatn og tregleiki í laxinum til að ganga upp í ánna af frísvæðinu en þar hefur safnast saman mikið af lax og sjóbirting. Buðga hefur gefið mesta veiði síðustu daga enda virðist hún halda vatni mun betur í þurrkum en Laxá sjálf. Korpan er að komast í 140 laxa sem er mjög góð veiði í þessari sjálfbæru nettu á og Brynjudalsá er sömuleiðis á pari við sitt meðaltal. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðin í Svalbarðsá hefur verið frábær í sumar og áin er komin yfir veiðina í fyrra sem þó þótti afbragðs veiðiár. Það sem eykur á ánægju þeirra sem hafa heimsótt ánna í sumar er góð meðalþyngd en um 80% af laxinum er vænn tveggja ára lax og ennþá er lax að ganga. Í gærmorgun veiddust lúsugir laxar í ánni sem gefur til kynna að áin eigi ennþá nóg inni enda ennþá mánuður eftir af veiðitímanum og lax getur verið að ganga í ánna alveg fram í byrjun september. Þess má geta að Svalbarðsá er aðeins veidd á 2-3 stangir. Áin er löngu upseld og þeir sem hafa veitt hana í sumar eru þegar farnir ða tryggja sér daga að ári. Af öðrum veiðisvæðum Veiðifélagsins Hreggnasa má nefna að Laxá í Kjós er komin í 350 laxa en það sem hefur helst hamlað veiðum þar er hraðminnkandi vatn og tregleiki í laxinum til að ganga upp í ánna af frísvæðinu en þar hefur safnast saman mikið af lax og sjóbirting. Buðga hefur gefið mesta veiði síðustu daga enda virðist hún halda vatni mun betur í þurrkum en Laxá sjálf. Korpan er að komast í 140 laxa sem er mjög góð veiði í þessari sjálfbæru nettu á og Brynjudalsá er sömuleiðis á pari við sitt meðaltal.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði