Erlent

Rík­is­stjórinn hef­ur lýst yfir neyðarástandi og útgöngubann framundan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagleg mótmæli hafa verið í Ferguson í eina viku.
Dagleg mótmæli hafa verið í Ferguson í eina viku.
Miklar óeirðir standa yfir í bænum Ferguson í Missouri og hefur Jay Nixon, ríkisstjórinn, lýst yfir neyðarástandi. Útgöngubann mun taka gildi í Ferguson á miðnætti og standa yfir til klukkan fimm í fyrramálið á staðartíma.

Lögreglan notar táragas og reyksprengjur til að dreifa mannfjöldanum, sem hefur kastað eldsprengjum í áttina að henni.

Jay Nixon, ríkisstjóri Missouri.visir/getty
Dagleg mótmæli hafa verið í Ferguson í eina viku eða frá því að, Michael Brown, 18 ára piltur lét lífið eftir að lögregluþjónn skaut hann.

Frásögn lögreglunnar af því sem gerðist ber ekki saman við frásagnir vitna. Lögreglan segir að lögregluþjónn hafi vikið sér að Brown og öðrum manni, en þeir hafi þá ráðist á lögregluþjóninn og reynt að taka af honum byssuna.


Tengdar fréttir

Ólga og óeirðir í Ferguson

Mikil ólga hefur verið í bænum Ferguson í Missouri allt frá því lögreglumaður skaut átján ára pilt um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×