Patrick Vieira mun ekki spila meira með Inter á þessu ári vegna meiðsla sem hann hlaup í leik Inter og Juventus í síðasta mánuði.
Vieira var aðeins inn á vellinum í fáeinar mínútur þar sem hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en engu að síður tóku meiðslin sig upp.
Vieira gat lítið spilað á síðasta keppnistímabili vegna þrálátra meiðsla og hefur einungis verið í byrjunarliði Inter í átta leikjum á þessu tímabili.
Góðu fréttirnar fyrir Jose Mourinho, stjóra Inter, eru hins vegar þær að Christian Chivu er orðinn leikfær á ný eftir meiðsli.