Körfubolti

ÍR vann fimmta leikinn í röð

Magnús Gunnarsson skoraði 32 stig fyrir Njarðvík í kvöld
Magnús Gunnarsson skoraði 32 stig fyrir Njarðvík í kvöld

Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld. ÍR vann fimmta leikinn í röð þegar það skellti Þór á heimavelli sínum 92-77.

Breiðhyltingar hafa ekki tapað leik síðan 3. nóvember þegar þeir töpuðu fyrir Breiðablik.

Njarðvíkingar unnu góðan sigur á Breiðablik í Smáranum 107-103.

Magnús Gunnarsson skoraði 32 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Njarðvík, Logi Gunnarsson skoraði 29 stig, Hjörtur Einarsson skoraði 25 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 15 stig og hirti 24 fráköst.

Hjá Blikum var Nemanja Sovic atkvæðamestur með 32 stig og 13 fráköst, Rúnar Erlingsson skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar og Kristján Sigurðsson skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst.

Þá vann Keflavík öruggan sigur á Tindastól 93-75 á heimavelli.

Sigurður Þorsteinsson átti mjög góðan leik í liði Keflavíkur og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst á aðeins 30 mínútum. Alan Fall skoraði 17 stig fyrir Tindastól og Darrell Flake 16.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×