Bestu bikarliðin undanfarna áratugi mætast í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarsson skrifar 16. ágúst 2014 09:00 Keflavík vann KR í bikarúrslitum 2006. Jónas Guðni Sævarsson, núverandi leikmaður KR, fagnar sigrinum ásamt Guðmundi Steinarssyni. Fréttablaðið/Daníel Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01
Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30
Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00
Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45
Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30