Eldar úr engu fyrir fátæka námsmenn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 18:27 Námsmenn eiga sjaldnast fulla ísskápa af hráefni en það stoppar ekki Ástu sem notar hugmyndaauðgi í eldhúsinu. Fréttablaðið/ Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum. Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Ásta Maack er 23 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands sem starfar sem tollvörður á sumrin. Hún ákvað í ágúst að hefja skrif á bloggsíðu þar sem hún gefur námsmönnum hugmyndir að ódýrum mat sem auðvelt er að matbúa. „Fullt af nemendum kaupa matinn sinn alltaf tilbúinn, finnst hann í raun ekkert spes en dettur bara ekkert annað í hug. Ég skil ekki hvernig fólk nær að lifa á námslánum en kaupa svo alltaf tilbúinn mat sem kostar fullt af pening,“ útskýrir Ásta sem býr ásamt kærastanum sínum á stúdentagörðunum við Sæmundargötu. Bloggsíðu sína kallar Ásta einfaldlega Fátæki námsmaðurinn. Á síðuna setur Ásta inn uppskriftir þar sem bókstaflega ekkert hefur verið til í eldhúsinu nema hugmyndaauðgi hennar. En við hverju mega áhugasamir lesendur búast á næstunni? „Alveg helling af alls konar. Bæði ódýrum réttum sem ég geri þegar ekkert er til í eldhúsinu, millimála gúrm-réttum en einnig stærri máltíðum sem kosta aðeins meira en endast lengur.“eINFALT OG GOTT Núðlur eru herramannsmatur og sérstaklega þegar með þeim eru marineraðar rækjur. Mynd/ÁstaUppskrift að einföldum glernúðlum með marineruðum rækjum: Ástu dauðlangaði skyndilega í rækjur, sem gerist að hennar sögn ekki oft, og því ákvað hún að deila þessum einfalda og ódýra núðlurétti með lesendum Vísis. Innihald: Um 200 gr rækjur, fékk þær ódýrar frosnar Um 100 gr glernúðlur, auðvitað má nota hvaða núðlur sem er en mamma gaf mér þessar og þær eru snilld, svo ég nota þær. Hálfur eða heill chili-pipar, fræhreinsaður 1 þumlungur engifer 1 stór geiri hvítlaukur Kóríander Sojasósa ½ tsk. hunang 1 stk. lime Sweet chili-sósa Aukalega pínulítið hnetusmjör, ég nota það í staðinn fyrir hnetu- eða satay-sósu, því ég á það ekki. Aðferð: 1. Byrjað er á því að setja dass af rækjum í sigti, vatn látið renna á þær og það svo sigtað frá. 2. Saxa niður chili, engifer, hvítlauk og um 6 stilka af kóríandernum, en ekki laufin! 3. Saxaða hráefninu síðan blandað saman við rækjurnar ásamt hunangi og smá safa af lime. Svo leyfi ég öllu að standa aðeins lengur. Því lengur sem rækjurnar fá að marinerast því sterkari verður rétturinn. 4. Sjóðandi vatni hellt yfir glernúðlurnar í annarri skál og látið standa í um 7 mín. Mismunandi þó eftir núðlum. 5. Hita pönnuna og rækjurnar steiktar, ásamt því að bæta smá sweet chili- og sojasósu á pönnuna. Ekki samt steikja rækjurnar of lengi (lengur en 7-10 mín) því þá skreppa þær saman. 6. Meðan rækjurnar dúlla sér helli ég vatninu af núðlunum og læt kalt vatn renna á þær og sigta svo frá og læt þær standa í nokkrar mínútur. 7. Set núðlurnar á pönnuna með rækjunum, velti saman og slekk undir hellunni. Hér væri gott að setja örlítið af hnetusmjöri saman við, en alls ekki nauðsynlegt. 8. Að lokum er allt tekið af pönnunni og sett í djúpan disk. Gott er að kreista lime yfir réttinn og fallegt að skreyta með laufunum af kóríanderstilkunum.
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira