Viðskipti innlent

Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum.
Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. vísir/vilhelm
„Ég á hraðametið í peningatapi,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir í viðtali við helgarblað breska blaðsins Times sem kom út nú um helgina. Í viðtalinu lýsir hann því hvernig hann tapaði yfir þremur milljörðum punda, um 500 milljörðum íslenskra króna, á aðeins þremur dögum í bankahruninu.

Í viðtalinu segir að þegar Björgólfur hafi farið að sofa föstudaginn 3. október 2008 hafi hann verið gríðarlega ríkur en aðeins þremur dögum síðar hafi hann tapað nánast öllu þegar Landsbankinn, sem var í eigu Björgólfs Thors, hrundi í október 2008.

Einnig kemur fram í viðtalinu að Björgólfur búi nú í London og sjö árum eftir að hann tapaði öllu hafi honum tekist að auðgast á nýjan leik og að eignir hans séu metnar á um millljarð punda.


Tengdar fréttir

Máli gegn Björgólfi vísað frá

Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta staðfestir Reimar Pétursson verjandi Björgólfs við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×