Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:57 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. Forsetinn sagði þetta á fundi með blaðamönnum í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann hélt áfram að gagnrýna Kínverja fyrir hlut þeirra í vandanum. Trump sagði að hægt hefði verið að koma í veg fyrir heimsfaraldur hefðu menn brugðist við á réttan hátt þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig. Veiran fannst fyrst í kínversku borginni Wuhan eins og frægt er orðið. Aðspurður vildi Trump ekki taka undir að um stríðsyfirlýsingu af hálfu Kínverja væri að ræða, heldur sagði hann að Bandaríkin stæðu í stríði við sjúkdóminn, en ekki Kínverja sjálfa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bætti um betur í gær og sagði Kínverja hafa reynt að þagga niður útbreiðsluna og þannig gert faraldurinn enn verri en ella. Hann endurtók fullyrðingar sínar um að veiran hafi að líkindum verið búin til á tilraunastofu, þó svo að sóttvarnalæknir Bandaríkjanna hafi ítrekað reynt að kveða þann orðróm niður. Veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum og á uppruna sinn að öllum líkindum í leðurblökum - eins og fræðast má um hér. Ríflega 1,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast af veirunni en engin þjóð hefur orðið jafn illa úti í faraldrinum. Rúmlega 73 þúsund þeirra hafa látið lífið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Afsannar mýtuna um að kórónuveiran hafi verið búin til á tilraunastofu Útilokað er að kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina hafi verið búin til á rannsóknarstofu, líkt og mýtur um uppruna veirunnar herma. 25. mars 2020 10:00