„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 16:30 „Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira