Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:55 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi. Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. Hann segir útilokað að sjávarútvegurinn taki þátt í að fjármagna rannsóknir á lífríki sjávar. Nóg sé um gjöld á greinina og skrítið að nefna fleiri. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr tólf daga leiðangri ásamt fjórum öðrum skipum í gær þar sem leitað var að loðnu. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri sagði að á sínum ferli hefði hann aldrei fundið svo lítið magn loðnu og í þessum túr. Febrúarleiðangurinn sé eftir og því eigi ekki að gefa upp alla von en útlitið sé ekki bjart um að mælt verði með loðnuveiðum í ár. Það væri þá annað árið í röð sem loðnubrestur verður hér. Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegsráðherra. „Ef að þetta gengur eftir svona ég ítreka það að við eigum febrúarleiðangurinn en ef þetta verður svona þá hefur þetta áhrif á þjóðarbúið og fyrirtæki og samfélög sem að sem þau starfa innan.“ Aðspurður um hvort að stjórnvöld myndu grípa inn í og aðstoða samfélög sem yrðu mögulega fyrir áföllum ef það yrði loðnubrestur segir Kristján: „Það er allt til umræðu í þeim efnum en umræðan hefur ekki náð þangað því leit ekki lokið en fordæmi fyrir inngripi stjórnvalda þegar áföll verða í atvinnulífinu síðasta inngrip er samfélagið á Suðurnesjum þegar flugfélagið Wow fór í gjaldþrot.“ Fram kom í fréttum í gær að mikilvægt væri að rannsaka mun betur hvað væri að gerast í sjónum kringum Ísland vegna loftslagsbreytinga. Kristján segir að ríkisstjórnin hafi sett á annað hundrað milljónir í loðnurannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun og þeir fjármunir eigi að nýtast í meiri rannsóknir. Í samtali fréttastofu við vísindamenn hafa þeir bent á að Norðmenn hafi sett gjald á sjávarútvegsfyrirtæki þar um að þau taki þátt í að greiða fyrir rannsóknir á hafinu og lífríki sjávar. Kristján Þór segir útilokað að það yrði gert hér á landi.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15