Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og unnusta hans Jovana Schally hafa sett fallega íbúð við Kaplaskjólsveg í Reykjavík á sölu.
Gauti og Jovana eiga saman þrjú börn. Bæði komu þau inn í sambandið með barn úr fyrra sambandi og eiga síðan saman einn dreng.
Um er að ræða 85 fermetra íbúð á tveimur hæðum en gólf
flöturinn er töluvert stærri en uppgefið er þar sem efri hæðin er nokkuð undir súð. Alls eru tvö baðherbergi og þrjú svefnherbergi í íbúðinni en fasteignamat íbúðarinnar er rúmlega 42 milljónir en ásett verð er 46,9 milljónir.
Íbúðin er í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1965.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni í Vesturbænum.







Gauti var gestur í Einkalífinu á dögunum þar sem hann fór vel yfir ferlinn, samband sitt við Jovonu, börnin og margt fleira.