Svartur kassi úr flugvélinni sem fórst fundinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2018 21:11 Tveggja daga þjóðarsorg var lýst yfir á Kúbu í dag vegna flugslyssins sem er það versta í áratugi þar. Vísir/AFP Embættismenn á Kúbu segja að annar tveggja svartra kassa úr farþegaflugvélinni sem fórst nærri flugvellinum í Havana í gær hafi fundist í „góðu ástandi“. Nú er staðfest að 110 manns hafi farist með flugvélinni, þar af ellefu útlendingar. Rannsakendur hafa kembt flak flugvélarinnar sem hrapaði skömmu eftir flugtak í gær. Þeim hefur tekist að finna annan svarta kassann og segir Adel Yzquierdo, samgönguráðherra Kúbu, að hann vonist til þess að hinn finnist fljótt. Svarti kassinn gæti varpað ljósi á hvað fór úrskeiðis. Vitni hafa sagst hafa séð kvikna í vélinni áður en hún brotlenti á akri við skóglendi nærri José Martí-flugvellinum í Havana. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737-201 og var nærri því fjörutíu ára gömul. Yzquierdo segir að af þeim 110 sem fórust hafi 99 verið Kúbverjar, sex mexíkóar úr áhöfn vélarinnar, tveir ferðamenn frá Argentínu, einn frá Mexíkó og tveir farþegar frá Vestur-Sahara. Aðstandendur margra þeirra sem létust hafa ferðast til Havana til að bera kennsl á þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna flugslyssins sem er það versta á eyjunni í fleiri áratugi. Argentína Kúba Tengdar fréttir Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09 Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00 Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15 Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Embættismenn á Kúbu segja að annar tveggja svartra kassa úr farþegaflugvélinni sem fórst nærri flugvellinum í Havana í gær hafi fundist í „góðu ástandi“. Nú er staðfest að 110 manns hafi farist með flugvélinni, þar af ellefu útlendingar. Rannsakendur hafa kembt flak flugvélarinnar sem hrapaði skömmu eftir flugtak í gær. Þeim hefur tekist að finna annan svarta kassann og segir Adel Yzquierdo, samgönguráðherra Kúbu, að hann vonist til þess að hinn finnist fljótt. Svarti kassinn gæti varpað ljósi á hvað fór úrskeiðis. Vitni hafa sagst hafa séð kvikna í vélinni áður en hún brotlenti á akri við skóglendi nærri José Martí-flugvellinum í Havana. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737-201 og var nærri því fjörutíu ára gömul. Yzquierdo segir að af þeim 110 sem fórust hafi 99 verið Kúbverjar, sex mexíkóar úr áhöfn vélarinnar, tveir ferðamenn frá Argentínu, einn frá Mexíkó og tveir farþegar frá Vestur-Sahara. Aðstandendur margra þeirra sem létust hafa ferðast til Havana til að bera kennsl á þá, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu vegna flugslyssins sem er það versta á eyjunni í fleiri áratugi.
Argentína Kúba Tengdar fréttir Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09 Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00 Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15 Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala. 18. maí 2018 20:09
Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu hefur lýst yfir þjóðarsorg í kjölfar flugslyssins. 19. maí 2018 11:00
Flugvélin flæktist í rafmagnslínum Svo virtist sem flugstjórinn og flugaðurinn hafi ekki náð að lyfta flugvélinni 19. maí 2018 19:15
Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni. 18. maí 2018 18:11