Viðskipti erlent

Hætt við sölu á skemmtigörðum

Rekstur skemmtigarða er ekki alltaf dans á rósum. Eigandi Parques Reunidos á í basli með að losa sig við garðinn. Markaðurinn/AFP
Rekstur skemmtigarða er ekki alltaf dans á rósum. Eigandi Parques Reunidos á í basli með að losa sig við garðinn. Markaðurinn/AFP
Breski fjárfestingarsjóðurinn Candover hefur hætt við sölu á Parques Reunidos, spænsku móðurfélagi 69 afþreyingar- og skemmtigarða víða um heim. Meðal þeirra er BonBon-Land í Danmörku.

Sjóðurinn vonaðist til að fá tvo milljarða evra, þrjú hundruð milljarða króna, fyrir Parques Reunidos. Nokkur tilboð bárust og voru þau öll undir væntingum, að sögn breska dagblaðsins Financial Times.

Candover var á meðal helstu fjárfestingarsjóða Evrópu en lenti í vandræðum eins og önnur félög sem stunduðu skuldsettar yfirtökur í aðdraganda fjármálakreppunnar. Félagið gat ekki staðið við skuldbindingar og hafa stjórnendur þurft að segja upp sextíu manns frá áramótum og selja eignir til að forðast gjaldþrot.

Á meðal helstu eigna Candover er hollenska iðnfyrirtækið Stork, sem félagið á með Eyri Invest, helsta hluthafa Marels og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×