Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. maí 2018 08:15 Húsið sem Logi byggði – Maison Pedro. Heimilið er komið með skjaldarmerki og allan pakkann. Fréttablaðið/Ernir Logi Pedro sendi í gær frá sér sína fyrstu sólóplötu, Litla svarta stráka. Platan er gríðarlega persónuleg – hún fjallar að mestu um líf Loga síðustu misseri – réttara sagt frá því í nóvember og fram í apríl. Þó að Logi hafi samið öll lögin að mestu leyti sjálfur voru þó fleiri sem komu að plötunni – annars vegar var það hönnuðurinn Sigurður Oddsson sem vann útlitið á plötunni með Loga og Arnar Ingi sem hjálpaði til við hljóðheiminn og syngur í einu lagi.Mentorinn Logi Pródúserinn Arna Ingi Ingason, Young Nazareth, hefur verið fastur hluti af „krúi“ Loga síðustu þrjú árin og verið með fingurna á tökkunum, að einhverju leyti að minnsta kosti, á nánast öllu sem hefur komið út frá Les Frères Stefson auk þess sem hann er gjarnan plötusnúður Sturlu Atlas og fleiri úr hópnum á tónleikum. Logi pródúserar öll lögin á plötunni, fyrir utan það fyrsta, sem Auður pródúserar og það síðasta sem Arnar pródúserar. Þó var samvinna Arnars og Loga talsverð á plötunni. „Við Logi kynntumst í rauninni fyrst í gegnum Twitter, fyrir svona þremur árum síðan. Þá var ég í Verzló, alltaf að leika mér að gera „bíts“ – Young Karin kom einu sinni að spila í hádegishléi í Verzló og mér fannst það svo geðveikt að ég fór heim eftir skóla og gerði „bít“ sem ég setti á Soundcloud undir nafninu „Young Karin type beat“. Það tíðkast í rappheiminum að ungir pródúserar geri takta sem hljóma eins og eitthvað sem frægir listamenn myndu notfæra sér og setja þá á Soundcloud eða YouTube með nafninu á listamanninum og „type beat“ eftir á, oft í þeirri von að fá athygli vegna nafnsins. Og það gerðist hjá Arnari – vinir Loga fundu taktinn á internetinu og í framhaldinu setti Logi sig í samband við Arnar og fékk hann til að vinna með sér. „Þeir voru að biðja með þetta Sturlu Atlas dæmi og Logi hringir í mig og vill að ég vinni í lagi með þeim. Ég mæti og við gerum tvö lög sem enda á fyrsta Sturlu Atlas teipinu. Svo voru þeir að spila á Secret Solstice og voru ekki með neinn dj og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera dj-inn og ég sagði bara „sure“ og þannig byrjaði þetta.“Arnar Ingi Ingason.Fréttablaðið/ernirLogi er búinn að vera að „mentora“ mig í gegnum tíðina, sem ég hef lært ógeðslega mikið af. Þegar við vorum að gera 101 Nights var ég að gera mjög mikið af einhverjum „bíts“ og hann kom til mín og sagði: „Þú verður að hugsa meira um hvernig hljóð þú ert að velja, hvernig trommur þú ert að velja svo öll hljóðin séu fulllkomin“ – hann „pushar“ manni, sem er mjög verðmætt.“ Síðan þá hefur Arnar verið fastur liður í verkefnum sem koma frá Les Frères Stefson og eyðir stórum hluta dags í 101nderland stúdíóinu – en þar starfa margir listamenn úr öllum áttum að hugðarefnum sínum. „Ef þú ert að vinna í einu herbergi þá er alltaf einhver annar að vinna í öðru herbergi og biður þig kannski að koma að tékka og kannski gera eitthvað við það lag og öfugt. Þannig að þegar Logi var að gera þessa plötu er hann alltaf að fá menn inn og fá þá til að skoða hluti eða gera „production“ á þessu lagi, spyrja hvort megi bæta eitthvað, eða hvort eitthvað vanti og ég segi að einhver bassalína megi vera öðruvísi til dæmis... þannig að þetta er mjög „free flowing“ vinna, myndi ég segja. Logi gerði þessa plötu mjög mikið einn til að byrja með, hann semur öll þessi lög sjálfur og fær síðan fólk inn eftir á þegar grunnurinn á flestöllum lögunum er kominn. Síðasta lagið á plötunni, Tíma með Flóna og Birni, þá var Logi bara að ganga um stúdíóið að biðja fólk að senda sér takta, og það er eitthvert bít sem ég gerði sem var upprunalega Sturlu Atlas demó og Bjartur var búinn að syngja inn á sem ég sendi honum. Logi samdi eitthvað við það svo mætti ég daginn eftir og hann bað mig að taka upp vers og þá var það lag svona eiginlega komið.“ Arnar er ekki bara að smíða takta fyrir plötuna heldur kemur rödd hans við sögu í hinu stutta lagi Fjara út sem virkar eins og eins konar inngangur eða „intró“ fyrir næsta lag, Tíma, sem á mjög Dr. Dre-legan hátt inniheldur ekki rödd Loga eins og hin lög plötunnar, heldur eru það Flóni og Birnir sem sjá um þá hlið málsins. Seinna bað hann mig að gera „intro“ fyrir það lag og sagði að hann vildi að ég myndi syngja „intro“ og það væri bara sér „trakk“ – ég fékk engar frekari leiðbeiningar og átti bara að gera eitthvað. Það var bara frekar skemmtilegt, að fá að syngja.“Sigurður Oddsson.Fréttablaðið/ErnirPersónulegt skjaldarmerki Sigurður Oddsson hannaði plötuumslagið en í því eru margar vísanir í persónulegt líf Loga, en það er aðalumfjöllunarefni plötunnar sem er gríðarlega persónuleg. „Logi var með ákveðnar hugmyndir þegar hann bað mig um að koma að verkefninu. Platan er mjög persónuleg fyrir hann og hann vildi flétta inn í myndrænt efni plötunnar nokkra persónulega útgangspunkta sem ég vann svo út frá. Það fyrsta er hugmynd um að byggja nýtt heimili með syni sínum, Bjarti. Logi festi nýlega kaup á litlu tveggja hæða einbýli í Þingholtunum sem hann hefur nefnt Maison Pedro. Önnur hugmyndin sem við unnum út frá var að vinna með þrjú hálsmen sem Logi ber, sem hvert og eitt tákna fyrir honum mjög persónulega hluti sem hann tengir beint við efni plötunnar. Þessi þrjú mótíf sem finna má á hálsmenunum, sæhestur, hjarta og vogin, fléttaði ég bæði fýsískt framan á kover plötunnar, en einnig í eins konar skjaldarmerki sem ég útbjó fyrir Maison Pedro. Bakhlið plötunnar og aðrir auka visúalar notast við bréfsefni sem er merkt skjaldarmerkinu. Sara Björk sem ljósmyndaði koverið er góð vinkona Loga og var sú mynd tekin með það í huga að fanga nána, persónulega portrettmynd. Aðrir reffar sem má finna í þessu eru til dæmis skjaldarmerki landsliðs Angóla í fótbolta. En í skjaldarmerki Maison Pedro má finna svörtu antilópuna sem prýðir merki liðsins. Litirnir rauður, svartur og gulur eru einnig fengnir þaðan. Að lokum er uppáhalds díteillinn minn, það er mottó Maison Pedro, sem má sjá í borða sem liggur neðarlega í skjaldarmerkinu. Skjaldarmerki hafa samkvæmt hefðinni oftast einhvers konar mottó eða kjörorð hússins eða fjölskyldunnar. Í stað mottós setti ég þarna einfaldaða bylgjumynd („waveform“) bassatrommu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Kaffihúsastemning og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Logi Pedro sendi í gær frá sér sína fyrstu sólóplötu, Litla svarta stráka. Platan er gríðarlega persónuleg – hún fjallar að mestu um líf Loga síðustu misseri – réttara sagt frá því í nóvember og fram í apríl. Þó að Logi hafi samið öll lögin að mestu leyti sjálfur voru þó fleiri sem komu að plötunni – annars vegar var það hönnuðurinn Sigurður Oddsson sem vann útlitið á plötunni með Loga og Arnar Ingi sem hjálpaði til við hljóðheiminn og syngur í einu lagi.Mentorinn Logi Pródúserinn Arna Ingi Ingason, Young Nazareth, hefur verið fastur hluti af „krúi“ Loga síðustu þrjú árin og verið með fingurna á tökkunum, að einhverju leyti að minnsta kosti, á nánast öllu sem hefur komið út frá Les Frères Stefson auk þess sem hann er gjarnan plötusnúður Sturlu Atlas og fleiri úr hópnum á tónleikum. Logi pródúserar öll lögin á plötunni, fyrir utan það fyrsta, sem Auður pródúserar og það síðasta sem Arnar pródúserar. Þó var samvinna Arnars og Loga talsverð á plötunni. „Við Logi kynntumst í rauninni fyrst í gegnum Twitter, fyrir svona þremur árum síðan. Þá var ég í Verzló, alltaf að leika mér að gera „bíts“ – Young Karin kom einu sinni að spila í hádegishléi í Verzló og mér fannst það svo geðveikt að ég fór heim eftir skóla og gerði „bít“ sem ég setti á Soundcloud undir nafninu „Young Karin type beat“. Það tíðkast í rappheiminum að ungir pródúserar geri takta sem hljóma eins og eitthvað sem frægir listamenn myndu notfæra sér og setja þá á Soundcloud eða YouTube með nafninu á listamanninum og „type beat“ eftir á, oft í þeirri von að fá athygli vegna nafnsins. Og það gerðist hjá Arnari – vinir Loga fundu taktinn á internetinu og í framhaldinu setti Logi sig í samband við Arnar og fékk hann til að vinna með sér. „Þeir voru að biðja með þetta Sturlu Atlas dæmi og Logi hringir í mig og vill að ég vinni í lagi með þeim. Ég mæti og við gerum tvö lög sem enda á fyrsta Sturlu Atlas teipinu. Svo voru þeir að spila á Secret Solstice og voru ekki með neinn dj og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera dj-inn og ég sagði bara „sure“ og þannig byrjaði þetta.“Arnar Ingi Ingason.Fréttablaðið/ernirLogi er búinn að vera að „mentora“ mig í gegnum tíðina, sem ég hef lært ógeðslega mikið af. Þegar við vorum að gera 101 Nights var ég að gera mjög mikið af einhverjum „bíts“ og hann kom til mín og sagði: „Þú verður að hugsa meira um hvernig hljóð þú ert að velja, hvernig trommur þú ert að velja svo öll hljóðin séu fulllkomin“ – hann „pushar“ manni, sem er mjög verðmætt.“ Síðan þá hefur Arnar verið fastur liður í verkefnum sem koma frá Les Frères Stefson og eyðir stórum hluta dags í 101nderland stúdíóinu – en þar starfa margir listamenn úr öllum áttum að hugðarefnum sínum. „Ef þú ert að vinna í einu herbergi þá er alltaf einhver annar að vinna í öðru herbergi og biður þig kannski að koma að tékka og kannski gera eitthvað við það lag og öfugt. Þannig að þegar Logi var að gera þessa plötu er hann alltaf að fá menn inn og fá þá til að skoða hluti eða gera „production“ á þessu lagi, spyrja hvort megi bæta eitthvað, eða hvort eitthvað vanti og ég segi að einhver bassalína megi vera öðruvísi til dæmis... þannig að þetta er mjög „free flowing“ vinna, myndi ég segja. Logi gerði þessa plötu mjög mikið einn til að byrja með, hann semur öll þessi lög sjálfur og fær síðan fólk inn eftir á þegar grunnurinn á flestöllum lögunum er kominn. Síðasta lagið á plötunni, Tíma með Flóna og Birni, þá var Logi bara að ganga um stúdíóið að biðja fólk að senda sér takta, og það er eitthvert bít sem ég gerði sem var upprunalega Sturlu Atlas demó og Bjartur var búinn að syngja inn á sem ég sendi honum. Logi samdi eitthvað við það svo mætti ég daginn eftir og hann bað mig að taka upp vers og þá var það lag svona eiginlega komið.“ Arnar er ekki bara að smíða takta fyrir plötuna heldur kemur rödd hans við sögu í hinu stutta lagi Fjara út sem virkar eins og eins konar inngangur eða „intró“ fyrir næsta lag, Tíma, sem á mjög Dr. Dre-legan hátt inniheldur ekki rödd Loga eins og hin lög plötunnar, heldur eru það Flóni og Birnir sem sjá um þá hlið málsins. Seinna bað hann mig að gera „intro“ fyrir það lag og sagði að hann vildi að ég myndi syngja „intro“ og það væri bara sér „trakk“ – ég fékk engar frekari leiðbeiningar og átti bara að gera eitthvað. Það var bara frekar skemmtilegt, að fá að syngja.“Sigurður Oddsson.Fréttablaðið/ErnirPersónulegt skjaldarmerki Sigurður Oddsson hannaði plötuumslagið en í því eru margar vísanir í persónulegt líf Loga, en það er aðalumfjöllunarefni plötunnar sem er gríðarlega persónuleg. „Logi var með ákveðnar hugmyndir þegar hann bað mig um að koma að verkefninu. Platan er mjög persónuleg fyrir hann og hann vildi flétta inn í myndrænt efni plötunnar nokkra persónulega útgangspunkta sem ég vann svo út frá. Það fyrsta er hugmynd um að byggja nýtt heimili með syni sínum, Bjarti. Logi festi nýlega kaup á litlu tveggja hæða einbýli í Þingholtunum sem hann hefur nefnt Maison Pedro. Önnur hugmyndin sem við unnum út frá var að vinna með þrjú hálsmen sem Logi ber, sem hvert og eitt tákna fyrir honum mjög persónulega hluti sem hann tengir beint við efni plötunnar. Þessi þrjú mótíf sem finna má á hálsmenunum, sæhestur, hjarta og vogin, fléttaði ég bæði fýsískt framan á kover plötunnar, en einnig í eins konar skjaldarmerki sem ég útbjó fyrir Maison Pedro. Bakhlið plötunnar og aðrir auka visúalar notast við bréfsefni sem er merkt skjaldarmerkinu. Sara Björk sem ljósmyndaði koverið er góð vinkona Loga og var sú mynd tekin með það í huga að fanga nána, persónulega portrettmynd. Aðrir reffar sem má finna í þessu eru til dæmis skjaldarmerki landsliðs Angóla í fótbolta. En í skjaldarmerki Maison Pedro má finna svörtu antilópuna sem prýðir merki liðsins. Litirnir rauður, svartur og gulur eru einnig fengnir þaðan. Að lokum er uppáhalds díteillinn minn, það er mottó Maison Pedro, sem má sjá í borða sem liggur neðarlega í skjaldarmerkinu. Skjaldarmerki hafa samkvæmt hefðinni oftast einhvers konar mottó eða kjörorð hússins eða fjölskyldunnar. Í stað mottós setti ég þarna einfaldaða bylgjumynd („waveform“) bassatrommu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Kaffihúsastemning og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00