Sérfræðingum ýtt til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 12:17 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. Þessi ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Upprunalega átti að birta leiðbeiningarnar frá Sóttvörnum Bandaríkjanna, CDC, í síðustu viku. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ríkisstjórn Donald Trump hafi haft stjórn á öllu útgefnu efni varðandi félagsforðun og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Við hefðbundnar aðstæður væri það CDC sem héldi utan um viðmið varðandi félagsforðun og veitti almenningi og embættismönnum upplýsingar. Stofnunin hefur hins vegar ekki haldið blaðamannafund í nærri því tvo mánuði. Það þykir til marks um þá viðleitni Trump að setja aðgerðir vegna faraldursins, og ábyrgðina, á herðar einstakra ríkja. Kayleigh McEnany, nýr upplýsingafulltrúi Trump, ítrekaði það í gær. Á blaðamannafundi sagði hún alríkisstjórnina í ráðgjafahlutverki varðandi faraldurinn. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um að sérfræðingum sé ýtt til hliðar vestanhafs. Slíkt er til marks um vilja ráðamanna til að draga hratt úr félagsforðun og koma hagkerfi Bandaríkjanna á ferð aftur. Sérfræðingar hafa varað við því að aflétta takmörkunum á ferðafrelsi fólks of fljótt og segja faraldurinn geta náð nýjum hæðum. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizon, tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætlaði að flýta opnun fyrirtækja og sagði ríkið á réttri leið. Skömmu seinna lagði ríkið niður nefnd sérfræðinga sem hafði spáð því að virkum smitum myndi ekki fækka á næstu vikum, heldur fjölga. Nefnd þessi var skipuð sérfræðingum í farsóttum og voru þeir í sjálfboðavinnu. Í svari við fyrirspurnum Washington Post sögðu embættismenn í Arizona að í stað þess að fara eftir líkönum sérfræðinganefndarinnar myndu þeir fylgja upplýsingum og líkönum frá alríkisstjórninni. Þau líkön eru ekki birt opinberlega. Kannanir hafa sýnt fram á að almenningur í Bandaríkjunum vill frekari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Fregnir hafa þó borist úr röðum Trump-liða að forsetinn og bandamenn hans telji að ástand efnahags Bandaríkjanna verði lykilmál í kosningabaráttunni í haust. Fyrr í vikunni var líka opinberað að starfsnefnd Hvíta hússins vegna veirunnar yrði lögð niður en sú ákvörðun var fljótt gagnrýnd víða. Trump sneri þá ákvörðun sinni við og sagði það hafa komið sér á óvart hve mikið fólk hefði verið á móti því að nefndin yrði lögð niður. Þrátt fyrir það sagði McEnany í gær að störfum nefndarinnar væri að mestu lokið. Lítið hefur þó dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum og hafa minnst 73.431 dáið vegna veirunnar. Þegar Trump var í gær spurður að því hvort dauðsföll myndu fjölga vegna tilslakana á félagsforðun sagðist hann vonast til þess að svo yrði ekki. „Það getur þó vel verið,“ bætti hann við. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. 6. maí 2020 12:00 Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21 Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30 Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum. 2. maí 2020 21:40 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Ítarlegar leiðbeiningar, sem samdar voru af helstu farsóttarsérfræðingum Bandaríkjanna og áttu að hjálpa ríkis- og borgarstjórum, eigendum verslana, trúarleiðtogum og öðrum að draga úr félagsforðun í skrefum, verða ekki birtar. Þessi ákvörðun var tekin innan ríkisstjórnar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Upprunalega átti að birta leiðbeiningarnar frá Sóttvörnum Bandaríkjanna, CDC, í síðustu viku. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ríkisstjórn Donald Trump hafi haft stjórn á öllu útgefnu efni varðandi félagsforðun og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Við hefðbundnar aðstæður væri það CDC sem héldi utan um viðmið varðandi félagsforðun og veitti almenningi og embættismönnum upplýsingar. Stofnunin hefur hins vegar ekki haldið blaðamannafund í nærri því tvo mánuði. Það þykir til marks um þá viðleitni Trump að setja aðgerðir vegna faraldursins, og ábyrgðina, á herðar einstakra ríkja. Kayleigh McEnany, nýr upplýsingafulltrúi Trump, ítrekaði það í gær. Á blaðamannafundi sagði hún alríkisstjórnina í ráðgjafahlutverki varðandi faraldurinn. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um að sérfræðingum sé ýtt til hliðar vestanhafs. Slíkt er til marks um vilja ráðamanna til að draga hratt úr félagsforðun og koma hagkerfi Bandaríkjanna á ferð aftur. Sérfræðingar hafa varað við því að aflétta takmörkunum á ferðafrelsi fólks of fljótt og segja faraldurinn geta náð nýjum hæðum. Doug Ducey, ríkisstjóri Arizon, tilkynnti fyrr í vikunni að hann ætlaði að flýta opnun fyrirtækja og sagði ríkið á réttri leið. Skömmu seinna lagði ríkið niður nefnd sérfræðinga sem hafði spáð því að virkum smitum myndi ekki fækka á næstu vikum, heldur fjölga. Nefnd þessi var skipuð sérfræðingum í farsóttum og voru þeir í sjálfboðavinnu. Í svari við fyrirspurnum Washington Post sögðu embættismenn í Arizona að í stað þess að fara eftir líkönum sérfræðinganefndarinnar myndu þeir fylgja upplýsingum og líkönum frá alríkisstjórninni. Þau líkön eru ekki birt opinberlega. Kannanir hafa sýnt fram á að almenningur í Bandaríkjunum vill frekari aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Fregnir hafa þó borist úr röðum Trump-liða að forsetinn og bandamenn hans telji að ástand efnahags Bandaríkjanna verði lykilmál í kosningabaráttunni í haust. Fyrr í vikunni var líka opinberað að starfsnefnd Hvíta hússins vegna veirunnar yrði lögð niður en sú ákvörðun var fljótt gagnrýnd víða. Trump sneri þá ákvörðun sinni við og sagði það hafa komið sér á óvart hve mikið fólk hefði verið á móti því að nefndin yrði lögð niður. Þrátt fyrir það sagði McEnany í gær að störfum nefndarinnar væri að mestu lokið. Lítið hefur þó dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum og hafa minnst 73.431 dáið vegna veirunnar. Þegar Trump var í gær spurður að því hvort dauðsföll myndu fjölga vegna tilslakana á félagsforðun sagðist hann vonast til þess að svo yrði ekki. „Það getur þó vel verið,“ bætti hann við.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. 6. maí 2020 12:00 Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21 Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30 Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum. 2. maí 2020 21:40 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57
Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni lagði fram formlega uppljóstrarakvörtun í gær. Hann sakar háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump forseta um hefndaraðgerðir eftir að hann varaði eindregið við faraldrinum í janúar. 6. maí 2020 12:00
Viðbragðshópurinn leystur upp innan tíðar Hópurinn hefur verið leiddur af Mike Pence varaforseta með sérfræðingana Deboruh Birx og Anthony Fauci innanborðs. 6. maí 2020 07:21
Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. 4. maí 2020 23:30
Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum. 2. maí 2020 21:40