Glæsilegt stjörnuskoðunarhús í einkagarði í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2018 19:45 Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira