Glæsilegt stjörnuskoðunarhús í einkagarði í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2018 19:45 Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins. Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Eitt glæsilegasta stjörnuskoðunarhús landsins er staðsett í Hornafirði en inni í húsinu er stærsti stjörnusjónauki í einkaeigu á landinu. Það er Snævarr Guðmundsson, stjörnuáhugamaður sem byggði húsið og flutti sjónaukann til landsins. Stjörnuskoðunarhúsið er staðsett í garðinum við heimili Snævars í Hornafirði, glæsilegt hús sem hann byggði með hvolfþaki sem hann getur fært til eftir því hvert hann ætlar að beina stjörnukíkinum út í himinhvolfið. Stjörnusjónaukinn er engin smásmíði og með þeim allra fullkomnustu á landinu í einkaeigu. „Þessi sjónauki er með birtusöfnun upp á fjögur þúsund og fimm hundruð fallt mannsaugans ef það segir eitthvað. Ég get skoðað allt fyrir ofan sjóndeildarhring, allan hringinn, allt sem er að eiga sér stað. Það eina sem er þröskuldurinn er veðrið og auðvitað sumarið, en allan veturinn á meðan það er heiðríkja nýti ég þennan sjónauka,“ segir Snævarr. Hann segist aðallega skoða myrkvastjörnur sem eru afar þétt tvístirni sem sjást í stjörnusjónaukum sem ein stök stjarna.Stjörnuskoðunarhúsið hýsir stærsta stjörnusjónauka landsins sem er í einkaeigu.Vísir/Magnús HlynurEn er það eitthvað sérstakt og óvenjulegt sem Snævarr hefur séð í himingeimnum? „Fjarreikistjörnur, það er ótrúlegt að við getum séð eða numið merki frá fjarlægjum reikistjörnum. Það má ekki gleyma því að við erum fyrsta kynslóðin sem getur það. Allar þær kynslóðir sem gengnar eru á undan ræddu þetta, skyldu vera til reikistjörnur annars staðar en í sólkerfinu okkar en þær gátu aldrei sýnt fram á það. Það er auðvitað stórmerkilegt.“ Snævarr, sem er náttúrulandfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, tekur ljósmyndir af stjörnunum og hefur haldið sérstakar stjörnuljósamyndlistasýningar á Höfn. En af hverju hefur hann svona mikinn áhuga á stjörnuskoðun? „Ef ég fæ áhuga á einhverju þá tek ég það á fullu vegna þess að ef maður vill ná árangri í einhverju þá verður maður á fókusa á það,“ segir Snævarr Guðmundsson, einn helsti stjörnuskoðunarmaður landsins.
Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira