Orð eru til alls fyrst Margrét María Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun